Af hverju bjargaði evran þeim ekki?

Viðreisn efnahagslífs Evrópu hefur stöðvast aftur, eftir að það virtist ætla að rétta úr kútnum, eftir örlítinn bata á þriðja ársfjórðungi 2009.  Samdráttur varð aftur á Ítalíu á fjórða ársfjórungi 2009 og það sem mest um munar, er að stöðnun var í þýska hagkerfinu, en eins og allir vita hefur það verið Þýskaland, sem hefur í raun haldið efnahag ESB gangandi fram að þessu.

Evrópulönd eru að byrja að rétta úr kútnum eftir mesta efnahagssamdrátt, sem sögur fara af og þvert á fullyrððingar íslenskra aðdáenda ESB um að evran sé töfragjaldmiðill, þá hefur hún alls ekki bjargað neinu, heldur þvert á móti verið alger dragbítur á flest evrulönd, t.d. Grikkland, Ítalíu, Spán, Portúgal og Írland, svo einhver lönd séu nefnd.

Efnahagur Grikklands er hruninn og vegna evrunnar eru hin ESB ríkin komin í þá aðstöðu í fyrsta sinn, að neyðast til að láta skattgreiðendur sína yfirtaka stóran hluta ríkisskulda Grikklands og a.m.k. er víst, að þýskur almenningur mun ekki taka því fagnandi.

Líklega er þetta ekki bara upphafið að gliðnun ESB, heldur upphafið að endalokum evrunnar.

Er þetta draumurinn um stórríkið, sem sumir vilja innlima íslendinga í, án þess að hafa þar einu sinni hreppstjóra?


mbl.is Stöðnun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórfyrirtækin í Evrópu hafa vegna kreppunnnar meir og meir farið í víking til Asíu þar sem miklir möguleikar eru á allskonar hátæknivörum sem Kínverjar vilja kaupa.   Það skiptir engu hvaða mynd er á seðlunum, okkar vestræni líffstandard er á leiðinni austur  og eftir situr ósamkeppnisfær almenningur vesturlanda og lifir af lánum frá framleiðsluþjóðunum.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 12:19

2 identicon

 Ísland á aldrei að ganga í esb. Það á að draga umsóknina til baka hið snarasta og snýta Össuri með henni.

Jón (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, það er rétt, að þungamiðja viðskiptanna er að færast til Kína og innan fárra áratuga munu þeir drottna yfir heiminum.  Ef vit væri í íslensku menntakerfi, yrði kínverska strax gerð að skyldufagi í grunnskólum landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 13:11

4 identicon

Það versta er að þeir sem vinna að því að koma okkur inn í ESB vita þetta vel, þeim er bara skítsama, svo lengi sem þeir sjálfir hafa feit embætti.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: The Critic

Það er alltaf jafn gaman að lesa svona neikvætt blogg um ESB og öfundsvert að sjá hversu vel ísland stendur utan Evrunnar, vöruverð tvöfaldast, skuldir ríkisins og almennings margfaldast, óða verðbólga og ótraustur rusl gjaldmiðill sem ekki er lengur hægt að versla með neinstaðar.Og það versta er að ástandið hér er ekkert að fara að lagast á næstu árum.

Vissulega hefur slæm staða margra evru þjóða áhrif á gjaldmiðilinn en íbúar geta þó sætt sig við að vöruverð mun ekki hækka, lán ekki margfaldast og kaupmáttur ekki rýrna. Ástæðan er sú að EU er eitt stórt viðskiptasvæði og því mun veiking gjaldmiðilsins ekki hafa áhrif á vöruverð innan evru svæðisins.

Það er fjármálakreppa allstaðar í heiminum núna. Ríki sem hafa eigin gjaldmiðil eru að koma mikið verr út úr kreppunni eins og t.d. Svíar, þeir hafa mátt glíma við mikla veikingu gjaldmiðilsins og hækkun vöruverðs. 

Ef þessar þjóðir væru ekki með evru þá væru skuldirnar miklu hærri og þær væru mikið verr staddar. 

The Critic, 12.2.2010 kl. 15:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú segir á einum stað ma:  "......og kaupmáttur ekki rýrna".  Hvers konar öfugmæli eru þetta nú eiginlega?  Eina ráðið, sem þessi lönd hafa, vegna þess að gjaldmiðillinn er fastur, er að lækka laun í evrum talið og það er einmitt það sem þau evrulönd, sem verst eru sett ennþá, eru einmitt að gera.  Í Lettlandi hafa laun lækkað gífurlega og atvinnuleysi aukist mikið, í Grikklandi er verið að mótmæla launalækkunum og svo mætti áfram telja.  Skattar verða hækkaðir gífurlega í öllum evrulöndum, sem eiga í erfiðleikum og það rýrir kaupmátt líka, sem og hækkanir á allri opinberri þjónustu, sem gripið verður til, þar eins og hér.

Eru Þjóðverjar ekki að ströggla við að hjálpa Grikklandi, vegna þess að þeir vilja ekki leggja aukna skatta og launalækkanir á sína þegna til að hjálpa Grikklandshreppi ESB?

Kaupmáttarrýnun verður síst minni í evrulöndum en hérna, krónan er okkar bjargvættur í þessu neyðarástandi, því hvernig heldur þú að ástandið væri hérna, ef við hefðum haft evruna og útflutningsvörurnar, eins og útflutningsvörur þjóðarinnar lækkuðu á síðasta ári. 

Hvernig hefði evran bjargað okkur þá?

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 15:37

7 Smámynd: The Critic

Lækkun launa og hækkun skatta hefur ekkert með það að gera hvaða gjaldmiðill er, það er gert til að bæta stöðu ríkissjóðs. Auðvitað er það kaupmáttar rýrnun en á íslandi bætist gífurleg veiking krónunnar ofan á sem veldur því að kaupmáttarrýrnunin hér er mikið meiri en í evru  ríkjunum og fátækt á eftir að aukast mikið vegna þess.

Ef ísland hefði haft evruna væru skuldir þjóðarinnar margfalt minni, vextir lægri og engin verðbólga. Kaupmáttur hefði ekki rýrnað nema vegna launa lækkana og skatta hækanna. Fólk væri ekki að missa heimilin og bílinn vegna þess að lánin hafa margfaldast, fyrirtæki væru ekki eins illa stödd því erlend lán hefðu ekki margfaldast. Atvinnuleysi hefði jú aukist gífurlega vegna hruns bankanna og hruns á fasteignamarkaði.
Vegna þess að kaupmáttur hefði ekki rýrnað eins mikið og lán ekki margfaldast gæti almenningur keypt meira af verslun og þjónustu sem hefði minkað gjaldþrot og uppsagnir í þeim geira þó hann hefði alltaf orðið eitthver með minni eftirspurn eftir t.d. lúxus vöru. Útflutningur hefði ekki aukist, frekar dregist eitthvað saman vegna minni eftirspurnar en það upp á móti kemur að ESB aðild veitir auðveldari aðgang að mörkuðum Evrópu. Með evru er ekki mikil þörf á erlendum gjaldmiðli eins og í dag og því skiptir útflutningur ekki eins miklu máli nema þá til þess að auka atvinnunna.  

The Critic, 12.2.2010 kl. 16:03

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta eru ennþá tóm öfugmæli.  Af hverju er fólk erlendis að missa húsnæði vegna skulda, af hverju eykst atvinnuleysi, af hverju fjölgar gjaldþrotum, af hverju minnkar kaupmáttur, af hverju lækka laun.  Allt er þetta að geast bæði í Bandaríkjunum, sem nota heimsgjaldmiðilinn dollar og í Evrópu, ekki síst í löndunum sem nota evru.

Erlendar skuldir íslendinga hafa ekki hækkað um eina evru við gengisfallið, við skuldum nákvæmlega það sama í erlendri mynt og áður og þurfum að afla erlends gjaldeyris fyrir þeim, alveg eins og áður. 

Fyrir launamann skiptir ekki máli hvort laun hans eru lækkuð í evrum, eða hvort hann þarf fleiri krónur til að kaupa evrurnar. 

Niðurstaðan er nákvæmlega sú sama. 

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 18:45

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill og svör hjá þér Axel.

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2010 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband