12.2.2010 | 10:05
Á ekki að svara fyrir sig
Hollendingr herða nú róðurinn gegn Íslendingum og beita hvers kyns áróðri, nú þegar þeir sjá fram á að þurfa að falla frá kúgunum sínum gegn saklausum íslenskum skattgreiðendum vegna Icesave skulda Landsbankans í Hollandi.
Bos, fjármálaráðherra Hollands, hefur sett af stað rannsókn á fullyrðingum hollenska seðlabankastjórans um að íslensk yfirvöld hafi verið síljúgandi að kollegum sínum í Hollandi, um stöðu íslensku bankanna og efnahags landsins.
Þetta er auðvitað áróðursbragð af hálfu Hollendinga, nú þegar nýjar samningaviðræður við þá og Breta eru fyrir höndum og komið hefur fram áður, að Hollendingar eru öllu illskeyttari i yfirgangnum gegn íslenskum skattgreiðendum, en Bretar og er þá mikið sagt.
Íslensk stjórnvöld hafa staðið sig ótrúlega illa í kynningu síns málstaðar, fram undir það allra síðasta og ekkert ber á því, að þau ætli að svara Hollendingum í sömu mynt og fullum hálsi.
Ætla Íslendingar virkilega að láta Hollendinga og Breta vaða yfir sig aftur með áróðri og ásökunum, án þess að gera minnstu tilraun til að slá frá sér.
Rannsaka ásakanir um lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir gott innlegg og er ég þér fullkomlega sammála
Aðalsteinn Tryggvason, 12.2.2010 kl. 10:15
Vitið þið um einhvern stjórnmálamann á Íslandi sem ekki lýgur.
Það er betra að þegja , en að reyna að bjarga sér fyrir horn með lygum, eins og íslenskir stjótnmálamenn gera singt og heilagt. Þetta eru allt samann siðleysingjar og því miður koma þeir til með að stýra landinu um ókmana framtíð. Sorglegt.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 10:45
Veist þú um einhvern stjórnmálamann í heiminum, sem segir alltaf satt og rétt frá öllu, sem hann eða stjórn hans er að fjalla um?
Það er alger óþarfi að vera með svona mikla minnimáttarkennd gagnvart erlendum stjórnmálamönnum, halda alltaf að þeir séu heiðarlegir snillingar á meðan íslenskir stjórnmálamenn séu upp til hópa glæpamenn og aumingjar.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 10:55
Góður pistill, Axel Jóhann. Hollendingum á ekki að verða kápan úr klæðinu að bera fram þessar ásakanir til að pína út úr okkur ábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans, eins og sést á öðrum bloggum við þessa frétt.
Jón Valur Jensson, 12.2.2010 kl. 11:16
Það ljúga allir stjórnmálamenn, en minnimáttarkendin kemur fram hjá íslendingum þegar þeir kenna útlendingum um allar ófari þjóðarinnar og fólk þorir ekki að horfa framan í sannleikann. Ég hef sjálfur verið í framboði fyrir stjórnmálaflokk á Íslendi fyrir mörgum árum og ég veit nákvæmlega hvað ég er að segja. Ég vil ekkert af þessu fólki vita. Þetta eru alltsaman eiginhagsmuna skíthælar allir upp til hópa og skiptir þá ekki máli hvaða flokk þeir stiðja. Því miður.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 12:17
Hvað um bréfið frá viðskiptaráðuneytinu, sem hollendingar láku til fjölmiðla í gær, sem sýndi að ráðuneytið sagði að allt væri í lagi daginn áður en allt hrundi.
Því miður á ég orðið mjög erfitt með að trúa nokkrum einasta stjórnmálamanni, þeir virðast allir alltaf vera ljúgandi, hvortb sem það eru íslendingar eða einhverra annarra þjóða kvikindi.
Jón (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 12:46
Sannleikurinn er sá , að viðskiptaráðerra hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast í sdamfélaginu og hefur sagt ósatt án betri vitundar. Því miður er þetta sannleikurinn.
Og enn halda þeir áfram að ljúga hver um annan þveran þetta siðlausa pakk.
Eigum við t.d. að ræða " insæter" í Spron? Nei takk.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:11
Einhverrar biturðar finnst mér nú gæta í athugasemd nr. 7, vegna slaks gengis í pólitískum frama. Ekki er fögur lýsingin á meðframbjóðendunum í þeim flokki, hver svo sem hann var.
Þingmenn eru alls ekki upp til hópa skíthælar, þeir eru bara einfaldur þverskurður af þjóðinni, kosnir af henni og eru misjafnir að andlegu og líkamlegu atgerfi, alveg eins og kjósendahópurinn á bak við þá.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 13:16
Með fullri virðingu, efast ég um að þingmenn okkar séu "einfaldlega þverskurður af þjóðinni" þó því sé ekki að neita að endanlega eru þeir kosnir á þing af þjóðinni.
Agla, 12.2.2010 kl. 13:45
Þetta er að hluta til rétt hjá Axel. Auðvitað eru Hollendingar og Bretar að svína á okkur. En við megum ekki gleyma upphafinu. Hver stofnaði til skuldanna? Nefndu mér einn stjórnmálamann fyrir utan þremenningana í Hreyfingunni+ Ögmund sem ekki eru á kafi í sukkinu sem gengur yfir 'Island.
j.a (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 17:38
Ég fór út í pólitík af forvitni einni saman og var ekki með neinar væntingar, en fólkinu kynntist ég og ekki bara í þeim flokki. Þú ættir að skella þér í pólitík og kynnast þessu sjálfur og þú verður fljótur að kynnast tvöfeldninni og framapotinu í þessum einstaklingum sem sita á Alþingi. Það er rétt sem Agla segir að þetta fólk er ekki þverskurður af þjóðinni. Ertu búinn að gleyma hvað ISG sagði á sínum tíma " Þið eruð ekki þjóðin ". Engin siðaður maður segir svona hluti, en það geta ráðherrar og þingmenn á Íslandi.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 17:55
Það liggur alveg fyrir og er óumdeilt að íslensk stjórnvöld sögðu ósatt um stöðu mála og ennfremur liggur kristaltært fyrir að íslensk stjórnvöld sögðust og lofuðu í bak og fyrir að þau myndu standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar varðandi lágmarkstryggingu til innstæðueigenda á EES svæðinu og undirstrikað var dírektíf 94/19 í því sambandi og ábyrgð ríkis þar að útandi. Liggur allt fyrir og óumdeilt.
Svo nei, það á ekkert að mótmæla því sem allir vita og er löngu opinbert læsum einstaklingum. Meir en nóg komið af fíflagangi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2010 kl. 18:31
Ómar, hefur þú sjálfur lesið tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði? Hún er auðskilin hverjum einasta læsum manni, eins og þú segir. Hvers vegna rangtúlkar þú hana þá?
Alltaf hefur verið sagt að Íslendingar myndu standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar í þessu efni og það var gert með stofnun íslenska innistæðutryggingasjóðsins.
Allar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda voru varlega orðaðar og þau verða ekki hengd fyrir þær, því ekki er það þeim að kenna, ef Bretar og Hollendingar hafa oftúlkað þær. Íslendingar vissu ekkert meira um þá alþjóðlegu bankakreppu sem var að skella á, heldur en t.d. Bretar og Hollendingar sjálfir. Ef þeir hefðu vitað eitthvað betur, hefðu þeir þá ekki brugðist við því, a.m.k. heimafyrir?
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 18:54
Það er bara einn skilningur á dirktífi 94/19. Lágmarksbætur um 20.000 evrur ef á reynir. Yfirlýsingar ísl. stjórnvalda eru kristalskýrar og hafa þau og hinn eina skilning er að ofan er skýrt frá.
Eftirá-orðhengilsháttur Sjalla er kjánalegur og beisiklí ekki boðlegur í vitiborinni umræðu og eins gott að hann berist ekki út fyrir landsteinanna. Nóg er nú samt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2010 kl. 19:10
Það er alveg hárrétt hjá þér að tilskipunin gerir ráð fyrir lágmarksbótum, að upphæð 20.887 evrur. Það skal tryggingasjóður innistæðueigenda borga, en tilskipunin tekur skýrt á því, að þó hann sé ekki gjaldfær, má ekki vera ríkisábyrgð á sjóðunum, af samkeppnisástæðum.
Það er alveg sama hvað þú berð hausnum lengi við steininn, tilskipunin og skilningur á henni breytist ekkert við það.
Allir viðurkenna að svokallaður Icesavesamningur er pólitískur samningur, en ekki byggður á neinum lagalegum grunni.
Þær yfirlýsingar, sem þú segir sýna að íslensk yfirvöld hafi logið að börnunum í Bretlandi og Hollandi, voru samdar og sendar frá Viðskiptaráðuneytinu, sem stjórnað var af Samfylkingunni og Utanríkisráðuneytið var einnig undir hennar stjórn. Sjálfstæðismenn þurfa ekkert að verja gerðir Samfylkingarinnar með orðhengilshætti, þeir sem eru læsir, geta bara lesið þessi skjöl og sannfært sig hvað þar stendur.
Þú mátt alveg treysta því, að málsvörn sannra Íslendinga, t.d. Sjalla, gegn ofbeldi og yfirgangi Breta og Hollendinga berst jafnharðan út fyrir landssteinana, enda farin að vekja eftirtekt þar og stuðningur erlendis eykst dag frá degi.
Jafn viss getur þú verið um það, að málsvörn ykkar dýrkenda og liðsmanna kúgaranna berst þangað líka. Sjálfsagt eru ofbeldisseggirnir ykkur þakklátir fyrir stuðninginn.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 19:39
Að sjálfsögðu ber ríkið ábyrgð á því að lagalegur réttur einstaklinga sé uppfylltur er það hið sama ríki hefur innleitt með Direktífi gegnum fjölþjóðlegan samning. Að sálfsögðu. Og kallast það alþjóðlegar skuldbindingar. Enda viðurkenndu fyrri stjórnvöld það fúslega. Annað náttúrulega ekki hægt enda borðleggjandi og alveg vitað.
Yfirlýsingar komu frá frá öllum megin ráðamönnum Sjallastjórnar og stofnunum ríkisins er um slík mál helst sýsla og eru slíkar yfirlýsingar lagalega bindandi að þjóðarrétti.
Varðandi ráðuneyti sérstakleg, þá tala ráðuneyti og/eða einstaklingar innan þess ekki í prívat og persónulegu nafni sem hver annar einstaklingur útí bæ í slíkum milliríkjasamskiptum ! Að sjálfsögðu ekki.
Slíkir einstalingar sem tala í nafni ráðuneyta mæla auðvitað þar með jafnframt í nafni Ríkisstjórnarinnar í heild o.þ.a.l Íslenska Lýðveldisins. Virkar bara óvart þannig í samskiptum ríkja.
En það er eins og sjallar haldi eða vilji helst að Ísland sé eitthvað bananafyrirbæri sem útskúfað sé úr samfélagi heiðvirðra og ábyggilegra þjóða. Alveg undarlegur andskoti !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2010 kl. 21:17
Það eina sem er undarlegur andskoti í þessu efni er, að nokkur einstaklingur með íslenskan ríkisborgararétt, talar og les íslensku, reyndar án nokkurs lesskilnings, skuli berjast með slíkri hörku fyrir erlendum hagsmunum og gegn hagsmunum eigin þjóðar.
Það hefur sýnt sig áður, hér á blogginu, að við slíka andstæðinga íslensku þjóðarinnar, þýðir ekkert að benda á einföldustu lagarök, sem styðja málstað Íslendinga í baráttunni við Bresku og Hollensku kúgarana.
Baráttuviljinn fyrir erlenda valdið er svo staðfastur, að ekki er eyðandi tíma í rökræður við slíka aðila, enda alveg sama hve færslurnar verða margar, allaf kemur sama rullan, aftur og aftur og án nokkurrar viðbótar til frekari rökstuðnings.
Enda eru þau rök ekki til, bara falsrök.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 22:03
Þetta heitir að halda aðalatriðum og efni máls til haga. Engin barátta til eða frá. Aðeins raunveruleikinn. Eða það sem kallast á ísl. alþýðumáli: Hard fakts.
Það er bara einfaldlega ekki raunhæft að halda það, sko núna 2010, að hægt sé að búa til einhvern eftirá sjallaorðhengilsgerviveruleika og allir eigi að kóa með slíku rugli. Það er bara ekki bjóðandi uppá slíkt í dag.
Og eg tek eigi þátt í neinu rugli og er talsmaður þeirra systra: Staðreyndar og Skynsemi.
Allt og sumt. Öll ósköpin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2010 kl. 22:25
I rest my case, eins og félagar þínir í Englandi myndu segja.
Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 22:35
Ómar Bjarki Kristjánsson virðist mér auglýsa sig í innlegginu í gærkvöldi kl. 19:10 sem ekkert venjulegan asna í þessum málum, og ekki bætir úr skák fyrir honum ljót meðferð erlendra orða.
Það er kominn tími til að spyrja þennan álf út úr hól: Ætlarðu að halda áfram að boða hér og út um allt hámarksgreiðslu"skyldu" Íslendinga og ríkissjóðs okkar á þessu Icesave-rugli Steingríms á sama tíma og hann er sjálfur í því að semja við hina stjórnmálaleiðtogana um að fá 5,55%-vextina niður fellda?!
Hvað á ættfólk þitt eftir að segja við þig, þegar það áttar sig á óþjóðlegri öfgastefnu þinni?
Jón Valur Jensson, 13.2.2010 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.