Undarlegt forval hjá VG

Óskiljanlegar prófkjörsreglur og misjöfn túlkun þeirra milli dags og nætur, hafa nú orðið til þess að mussuhippi mun leiða listann í borgarstjórnarkosningunum í vor og kjörstjórnin sá sér ekki fært að stilla listanum þannig upp og sagði af sér hið skjótasta.

Það hefur komið fram, að fólk út í bæ gat prentað út kjörseðla, væntanlega úr tölvu, og farið með þá heim til fólks, látið það kjósa, eða kosið fyrir það og skilað síðan seðlinum í kjörkassa á kjörstað.  Í öllum alvöru kosningum eru kjörseðlar forprentaðir og ekki afhentir neinum nema kjósanda sjálfum, sem svo merkir á hann og skilar honum svo sjálfur af sér í kjörkassann.

Ótrúlegt er að nokkur sátt verði innan VG um lista, sem verður til með svona vinnubrögðum, enda má reikna með því, að fylgi listans verði samkvæmt því í kosningunum í vor.


mbl.is Kjörstjórn víkur og forvalsreglur VG verða skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta forval er alveg bráðfyndið.

Flokkur sem ekki getur einu sinni haldið einfalt forval án þess að klúðra því, hvernig getur hann búist við því að nokkur maður kjósi hann. Hvað þá að þessi flokkur eigi eða geti verið í ríkisstjórn.

Það þarf reyndar ekki að hafa miklar áhyggjur af fylgi þessa flokks, hann hefur sjálfur séð um það að eyða því að mestu leyti, með því að stilla öfgafeministanum upp í fyrsta sæti, og þar með afhenda sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta í Reykjavík.

Jón (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 00:43

2 identicon

Axel hvað með að stokka bara upp allstaðar í öllum stjórnmálaflokkum ?

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband