Tillagan tekin af blogginu?

Sameiginlegt útspil forystumanna allra stjórnmálaflokkanna, væntanlega í samráði við þá þrautreyndu erlendu sérfræðinga, sem nú eru til aðstoðar, leggur til að Bretar og Hollendingar fái greidda lágmarksgreiðlsu Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, að upphær 20.887 evrur, jafnóðum og tryggingasjóðurinn fær sínar greiðslur úr þrotabúi Landsbankans og að íslenskir skattgreiðendur taki ekki á sig neinn vaxtakostnað vegna þessa.

Halda mætti að þessi tillaga væri tekin beint upp af þessari bloggsíðu, því hér hefur því alltaf verið haldið fram, að einmitt á þennan veg ætti að framkvæma þetta, því málið kemur skattgreiðendum hérlendis nákvæmlega ekkert við og er algerlega uppgjörsmál á milli tryggingasjóðsins og þrotabúsins annarsvegar og svo tryggingasjóðsins og Breta og Hollendinga hinsvegar.

Á þessari lausn málsins verður að standa föstum fótum gagnvart kúgurunum og ekki gefa þumlung eftir.  Geri Bretar og Hollendingar minnstu tilraun til að halda Íslendingum í skattalegum þrældómi í sína þágu, verði öllum viðræðum slitið og kúgurunum bent á að fara með málið fyrir dómstóla.

Það er gleðiefni, að íslenska samninganefndin skuli hafa gert þessa lausn á málinu að sinni tillögu.

Loksins er farið að glitta í almennilegan baráttuhug.


mbl.is Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég hef sagt áður, þá skil ég ekki hvers vegna þú og Jón Valur eruð ekki settir yfir þessa samninganefnd.

Til hvers að ráða útlendinga, þegar svona snillingar liggja á lausu hér á landi.

Jón (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Segðu, maður, segðu.  Mottó ríkisstarfsmanna er að gera einfalda hluti flókna.  Það skapar meiri vinnu.

Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband