11.2.2010 | 09:08
Indriði H. kastar reykbombu í þágu Breta og Hollendinga
Nú styttist í þjóðaratkvæðagreiðsluna, þar sem þjóðin mun kolfella lögin um Icesave, sem byggð eru á samningi Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem ekki er hægt að kalla samning, heldur uppgjafarskilmála, vegna þess að félagarnir virðast hafa skrifað undir ólesinn texta, sem saminn var einhliða af Bretum og Hollendingum.
Í undirbúningi eru nýjir samningar við kúgarana og á þeim tímapunkti reynir Indriði H. að skemma fyrir hinni nýju samninganefnd, með því að kasta reyk- og skítalyktarsprengju út í þjóðfélagið, til þess að reyna að skapa glundroða og óeiningu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar og nýrra samninga.
Til allrar óhamingju fyrir Indriða, þá liggur vindáttin á hann sjálfann, svo reykinn og fnykinn leggur mest yfir hann og Svavar félaga hans, en aðrir eru lausir við ófögnuðinn að mestu.
Óþarfi er að fara mörgum orðum um þetta óþurftarverk Indriða H., núna, enda var bloggað um það í gær, og má sjá það hérna
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar búið er að fella þennan samning er þá nokkur þörf að semja aftur.
Geta bretar og hollendingar ekki bara hirt þrotabúið upp í skuldir Icesave.
Það sem þeir borguðu umfram lágmarkstryggingar er þeirra vandamál.
Eigum við ekki bara að gefa þessu liði puttann?
Jón (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:46
Þeir eiga ekkert að fá allt þrotabúið. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta gerir bara kröfu í þrotabúið fyrir sinni lágmarkstryggingu að upphæð 20.887 evrur á hvern innistæðueiganda og greiðir svo til Breta og Hollendinga, eftir því sem hann fær greitt út úr búinu. Svo endurgreiðir hann Bretum og Hollendingum það sem kemur inn, vaxtalaust, þar sem vextir eru ekki forgangskrafa í búið.
Svo geta Bretar og Hollendingar, gert sjálfir kröfu í þrotabúið fyrir umframgreiðslunum og vöxtum, en það yrði einungis almenn krafa og algerlega óviðkomandi íslenskum skattgreiðendum.
Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 11:01
Þá fellum við samningin.
En hvers vegna vilja síðustu ríkisstjórnir endilega semja við þetta lið, ef málið er svona einfalt?
Jón (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 11:35
Vegna kúgana af hálfu Breta, Hollendinga, norðurlandanna, ESB og AGS.
Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 11:44
Var ekki sjálfsagt og eðlilegt að leggja þessi skjöl fram? Eru menn ekki að heimta allt upp á borðið? Átti kannski að halda þessu leyndu?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 13:06
Svavar, það er engin ástæða til að halda neinu leyndu í málinu. Hitt er annað mál hvaða erindi einhverjir einhliða tölvupóstar frá Bretum, þar sem þeir setja fram sínar ítrustu kröfur, á fyrstu stigum umræðnanna, eiga erindi inn í umræðuna núna, þegar málið virðist loksins ætla að komast á eitthvert vitrænt stig.
Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 13:11
Þetta var samningsuppkast eftir samningsumræður, en ekki einhliða tölvupóstur frá Bretum.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:59
Þá veist þú betur en þeir sem voru í samninganefndinni og í ríkisstjórn á þessum tíma. Til hamingju með það.
Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.