Spilavíti er ágæt viðbót við ferðaflóruna

Icelandair vill opna spilavíti í Hótel Nordica og koma þannig fjárhættuspili upp á yfirborðið og undir strangt eftirlit og er sú hugmynd allra góðra gjalda verð.  Í öllum helstu borgum eru rekin spilavíti, sem laða að sér fjársterka ferðamenn ásamt innlendum spilurum.

Yfirleitt er aðgangur að spilavítum bannaður fólki innan tuttuguogeins árs og a.m.k. sumstaðar krafist að vegabréfi sé framvísað við innganginn og fólki alls ekki hleypt inn fyrir dyr, án þess.

Aldrei er hægt að koma í veg fyrir, að einhverjir spili frá sér ráð og rænu á slíkum stöðum, en það eru undantekningar og ættu ekki að koma í veg fyrir slíkan rekstur.  Skattar eru háir á spilavítum og því drjúg tekjulind fyrir sítóma ríkissjóði.

Opnun spilavítis yrði góð viðbót við ferðaflóruna og til styrktar fyrir afþreyingarferðamennskuna.


mbl.is Vilja reka spilavíti á Hótel Nordica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta er starfsemi sem hægt væri að skattleggja gríðarlega hátt sem er e-ð sem hljómar sem tónlist í eyru skattgríms. Hinsvegar að reyna að díla um svona mál við vg er fyrirfram tapaður slagur. Forræðishyggja þeirra mun verðar þessu málefni ofurliði eins og svo mörgum því miður.

nonni (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 09:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt hjá þér, Nonni, að hvorki svona starfsemi, né nein önnur mun verða að veruleika, á meðan VG er í ríkisstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 09:19

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér líst rosalega vel á þessa hugmynd. Ég hef hinsvegar enga trú á því að þessi Ríkisstjórn forsjárhyggju og stórabróður komplexins muni samþykkja það. Að koma í veg fyrir gjaldeyristekjur í þjóðarbúinu vegna nokkurra fíkla væri svipað og ef banna ætti alla bari vegna þess að til eru alkóhólistar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.2.2010 kl. 09:34

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hitt er annað mál að gott væri ef hægt er að setja reglur sem reyni að takmarka tap einstaklinga þ.e. nokkurs konar svartan lista.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.2.2010 kl. 09:35

5 Smámynd: corvus corax

Bíðum nú við! Er ekki búið að reka efnahag þjóðarinnar eins og hvert annað spilavíti undanfarin ár? Og aðalspilararnir töpuðu öllu og þjóðin fær að borga. Þurfum við fleiri gerðir af spilavítum?

corvus corax, 8.2.2010 kl. 09:42

6 identicon

Svo er spurning hvað eigi að ganga langt í að reyna að girða fyrir fíkn. t.d. eru til Tölvuleikjafíklar, sjónvarpsfíklar og svo mætti endalaust telja.

það er hægt að spila áhættuspil út um allt og líka á netinu, svo að banna þetta er eins og að leyfa ekki ríkissölu áfengis á meðan hægt er að kaupa allt sem þarf til að brugga sjálfur eða áfengi á svörtu.

Spurning (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 15:28

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri nánast allt bannað, ef algerlega ætti að girða fyrir, að nokkur færi sér að voða, við hitt og þetta.

Ekki gengur að sníða alla löggjöf að örfámennum minnihlutahópi. 

Það er nánast hægt að ánetjast hverju sem er, og slasa sig eða drepa á nánast öllu.  Fólk getur ekki og á ekki, að þurfa að reikna með að "stóri bróðir" verndi það fyrir öllu.  Hver er sinnar gæfu smiður í þessu, sem öðru.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband