Allir dauðþreyttir

Samkvæmt heimildum Moggans er Samfylkingin orðin þreytt á því, að VG skuli standa gegn öllum framkvæmdum í landinu og hafi þess vegna reynt að fá Framsókn til að koma inn í ríkisstjórnina til að styrkja hana.

Hvernig Samfylkingarmenn hafa hugsað sér, að það yrði til að styrkja ríkisstjórnina, að bæta viðbótarflokki í samkrullið í andstöðu við VG og hvernig það ætti að verða til þess að efla framkvæmdagleði þeirra, er nokkuð erfitt að skilja.

Ef heimildirnar eru réttar, sem allt bendir til, er ríkisstjórnin komin á sína síðustu daga, því erfitt er að sjá, að VG geti sætt sig við svona baktjaldamakk Samfylkingarinnar og að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram, þegar heilindi milli manna eru ekki meiri en þetta.

Eftir aðeins eins árs stjórnarsamstarf, er ríkisstjórnin orðin dauðþreytt á sjálfri sér og ekki er þreyta þjóðarinnar minni með þessa úthalds- og verklausu ríkisstjórn.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Propaganda ('arodur) from Dabbi? (Morgundabbi not Morgunbladid))?

Sjalfstaedid really do want to get back into power ! Then they can start the same old mafia.............Remember.......They were in power when all the "Icesave" bullshit started.........They were in power when allt for till fjandans........

Fair Play (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 06:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er stórkostlegt að geta sett frá sér svona gáfulegar athugasemdir á mörgum tungumálum í einni og sömu setningunni.  Maður verður að gjalti frammi fyrir svona djúphugsari speki.

Annars er þetta ekki tómur "arodur" í Morgundabba því Sigmundur Davíð staðfestir fréttina hérna

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 07:40

3 Smámynd: corvus corax

Ég er orðinn dauðþreyttur á ríkisstjórnarsamstarfinu!

corvus corax, 8.2.2010 kl. 07:45

4 identicon

Fair play,you are an idiot! The "bullshit" was all around the World,not only Iceland,but the mongo parlament that we have now has done more damage in one year than any other stjörn in a much longer time.

p.s. hate commies,i did have the "pleassure" to eat their s*it one time,don´t want to watch that film again,that´s for sure..

ks (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 09:17

5 identicon

Ef þetta er rétt þá er það hættuspil fyrir Samfylkingu. VG gæti einfaldlega tekið upp á að semja sig í stjórn með öðrum og Samfylkingin væri úti. En ég held ekki að stjórnin sé að springa á ramkvæmdaletinni. Hún er að springa á ESB-málinu. Samfylkingin veit vel að málið fer ekki í gegn með sama áframhaldi!

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 10:31

6 identicon

Það er allt hugsandi fólk búið að fá nóg á þessari ,,hreinu vinstriríkistjórn "fyrir löngu síðan. Þetta saman safn komma beggja flokka sem mynda þessa stjórn er að leggja hler flest í auðn. Nægir þar að nefna hækkandi álögur á þann eina jákvæða flöt SJS sér í sigtinu, þ.e. ferðaþjónustuna. Þar er vaxtarbroddur og ágætis  útlit en SJS verður fljótur að skattleggja þennan iðnað til andskotans. Ég veit að nú þegar hafa erlendir aðilar afbókað vegna þess að verð hækkaði v/skattheimtu. Við erum ekki eina framandi landið í heiminum sem að feðramenn vilja skoða. Svo er það umhverfisráðherrann sem er eitt það almesta afturhald sem fram hefur komið í seinni tíð og er þá víða leitað. Þar sem að vasaklúturinn er ekki við hendi ætla ég ekkert að segja meira um hana það er ekki hægt að tala um hana og hennar niðurrifs starfssemi ógrátandi.  Svo ekki sé talað um skjaldborg heimilana bla bla bla. Þessi líður er til óþurftar. Gs.

Guðlaugur. (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 11:17

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðlaugur, það er spurning hvor er svartara öfgaafturhald, Svandís eða Álfheiður Ingadóttir. 

Segi ekki meira fyrst þú hefur vasaklútinn ekki við höndina.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 11:26

8 Smámynd: GAZZI11

Það er gjörsamlega óþolandi að þjóðinni skuli haldið í gíslingu Alþingis, stjórnmálamanna, bankakerfinu og fjárglæframönnum. Almenningur verður að fara að taka á þessu og rusla þessu sjálftökuliði í burt. Það er ekki búandi á Íslandi við þessar aðstæður.

GAZZI11, 8.2.2010 kl. 11:55

9 identicon

Já sæll Axel Siglfirðingur og Skagamaður.

Það er rannsóknar vert með þetta blessaða fólk. Því er verr að það virist ekkert hafa lært af hruni sovét. En ég sótti klútinn fram svo að ég gæti nú tjáð mig aðeins um þetta. Siðferði Álfheiðar þarf ekkert að fjölyrða um, hennar framkoma s.l. vetur sér um það alveg fyllilega. Nú hafa þessi flokkar haft heilt ár í að koma stefnu VG á lappirnar þ.e. að gera ,,eitthvað annað" og enn bólar ekki á ,, einhverju öðru". Það er mín skoðun að því fyrr sem þetta fólk fer frá því betra yfir Íslenska þjóð. Svo er það von mín að veslings Framsókn fari nú ekki að hlaupa uppí. Það eru nokkrir í ættinni en fer fækkandi, en mér er vel við þessi skyldmenni mín þó að við deilum ekki stjórnmála skoðunum að öllu leiti. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 12:47

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðlaugur, það er hverju orði sannara, að þetta "annað" sem búið er að segja að eigi að gera í staðinn fyrir iðnaðaruppbygginguna, lætur á sér standa.  Ef til vill er "annað" svo flókið fyrirbæri, að það muni taka nokkur ár að finna út hvað það er.  Fórnarkostnaðurinn, á meðan beðið verður, er aukið atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og upplausn fleiri heimila.

Vonandi er stjórnin að springa á þessu limmi, þannig að von um bjartari tíð gæti vaknað í hjörtum þjóðarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband