Um hvað var samið við norðurlöndin?

Ríkisstjórnin þykist aldrei skilja, hvers vegna lánin sem samið var um frá norðurlöndunum skuli ekki skila sér.  Jón Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri og ráðherra, fékk drjúga þóknun fyrir að ganga frá þessum lánssamningum, sem enginn virðist botna í.

AGS heldur því fram, að hann geti ekki afgreitt endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og sjóðsins, vegna þess að norðurlöndin vilji ekki afgreiða lánin, en norðurlöndin segjast ekki borga út lánsupphæðina, fyrr en sjóðurinn er búinn að endurskoða áætlunina.  Svo kennir hvor aðili hinum um að tengja afgreiðslurnari við Icesave.

Savarssamningurinn er versti samningur um fjármálaleg málefni, sem um getur, en lánssamningur Jóns Sigurðssonar hlýtur að komast ofarlega á það blað.

Að enginn skuli botna í samningi sem fyrrverandi bankastjóri og ráðherra skrifar undir, er með ólíkindum. 

Um hvað var samið við norðurlöndin?  Eru þau að standa við undirritaða samninga, eða ekki?

Skýringar óskast.


mbl.is AGS vill ekki tengja Icesave við lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband