6.2.2010 | 11:32
Íslenskan her, tilbúinn í stríð
Enn er mikið hneykslast á því, að þáverandi utanríkis- og forsætisráðherra skyldu samþykkja að herflutningavélar fengju að millilenda í Keflavík á leið til hernaðarátaka í Írak og að Ísland skyldi taka þátt í uppbyggingarstarfi landsins, eftir stríðsátökin. Meira að segja hefur einn andans snillingur á Alþingi flutt tillögu um skipan nefndar til þess að rannsaka þennan "hernað" Íslendinga í Írak.
Sami þingsnillingur styður heils hugar inngöngu Íslands í stórríki ESB, sem nú vinnur að því hörðum höndum að koma upp sínum eigin sameiginlega her, sem á að vera tilbúinn í hvað sem er, hvenær sem er. Þetta var í raun samþykkt með Lissabon sáttmálanum og nú hefur móðurríkið, Þýskaland, lýst yfir vilja sínum til að koma ESBhernum á koppinn hið allra fyrsta.
Ísland hefur ávallt verið herlaus þjóð og hefur varla efni á að halda úti einu varðskipi og björgunarþyrlum, hvað þá að reka hermaskínu, eins og aðrar þjóðir gera.
Það er því einkennilegur draumur þeirra, sem mest hneykslast vegna Írakssamþykktarinnar, að vilja ólmir neyða Íslendinga til að gegna herþjónustu í Evrópuhernum.
Þjóðverjar styðja stofnun Evrópuhers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel.
Það hefur verið ritað um þessa áráttu í einhvern tíma, og ritaði ég einhverntíma pistil um þetta á mínu bloggi.
Það er svo að EBé sinnarnir hafa bara komið með fá rituð orð við þessarri staðreynd að reynt hefur verið að stofna svokallaðann Evrópuher síðan 1954 jafnvel er lengra síðan.
Hér eru myndir af tignarmerkjum sem búið var að hanna fyrir þennann væntanlega Evrópuher 1954 http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1000
Þessi hugmynd hefur þróast töluvert síðan og er nú búið að ræða þetta innan EBé í nokkur ár og skrifað undir samþyktir og jafnvel er búið að ákveða hve mikinn mannafla hver þjóð gæti lagt til í startið...
Svona til að sýna fram á hvað menn eru að leika sér með á teikniborðinu og vegna þess að ég er merkjasafnari og áhugamaður um þesskonar hluti get ég bent á fleirri merki fyrir evrópuherinn.
Hér er hugmyndin frá 2001: http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=999
Og svo frá 2002: http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=998
Svo er bara að grafa upp allar helstu upplýsingar um evrópuher á síðum http://www.Wikipedia.org
En varast ber að ekki er allt sem sýnist á þeim síðum og eru EBé sinnarnir á því að allt sem er til þess fallið þar að við ættum ekki að ganga inn í EBé sé lygi...
Það er svo annað að í þjóðfélagi á aldrey að skera niður eftirfarandi: Heilbrygðisþjónustu, Löggæslu, Strandgæslu, og það sem er til þess fallið að ríkið geti starfað eðlilega og haldið þjóð og þjóðfélaginu heilu...
Það verður ekki gaman ef niðurskurður löggæslu verður til þess að ekki sé hægt að verja einusinni stjórn landsins...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 6.2.2010 kl. 14:18
Þú verður að fyrirgefa Axel, en mér finnst þessi færsla þín óttarlegt bull.
Fyrir það fyrsta er ég hissa á því að nokkur maður skuli taka hanskann upp fyrir Davíð fyrir hans gerræðislegu ákvörðun að styðja ólöglegt árasarstríð í nafni þjóðarinnar og það án þess að ráðgast við nokkurn mann.
Og þetta með evrópuherinn. Margir innan ESB hafa komið með tillögu þar um. En ef slíkur her yrði stofnaður yrði hann ekki byggður á herskyldu. Þú veist mæta vel að margir Íslendingar hafa farið í herþjónustu innan NATO, aðallega í Bandaríkjunum og Noregi. Allt voru þetta sjálfboðaliðar. Hver yrði mismunurinn?
Svavar Bjarnason, 6.2.2010 kl. 15:47
Svavar, þér er fyrirgefið, alveg eins og ég vona að mér fyrirgefist að finnast þín færsla argasta bull.
Það er ekki einungis svo, að margir innan ESB hafi komið fram með tillögur um sameiginlegan her, heldur er búið að samþykkja það í Lissabon sáttmálanum. Þegar Þýskaland er búið að samþykkja málið fyrir sitt leiti, þá verður ráðist í stofnun hersins fljótlega.
Þó ekki verði um herskyldu að ræða, þá verður kostnaður við herinn umtalsverður og væntanlega mun honum verða skipt niður á aðildarríkin. Ef Íslendingar myndu samþykkja að gerast hreppur í stórríkinu, þá munu þeir ekki geta látið aðra borga fyrir sig herkostnaðinn, eins og gert hefur verið fram að þessu.
Ólíkt er innlegg Ólafs Björns málefnalegra, en þitt, enda hefur hann greinilega kynnt sér málið og getur því tjáð sig um það öfgvalaust.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 17:18
Auðvitað eru þínir jábræður alltaf málefnalegri en andstæðingar.
Viltu útskýra nánar " -- að vilja ólmir neyða Íslendinga til að gegna herþjónustu í Evrópu."
Þarna ert þú að tala um herskyldu!!
Svavar Bjarnason, 6.2.2010 kl. 18:26
Þegar Evrópuherinn verður kominn á koppinn, er afar ósennilegt að einstaka þjóðir í ESB geti verið algerlega hlutlausar og þurfi ekki að senda a.m.k. einhverja menn, þó ekki væri nema í höfuðstöðvarnar. Kannski fullmikið sagt, að menn verði neyddir til þess, en án vafa mun verða til þess ætlast.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 19:07
Það mun voðalítið breytast fyrir íslendinga, þetta snýst bara um að herir Evrópuríkjana verða sameinaðir og munu þar að leiðandi vernda ísland eins og Norðmenn gera í dag. Íslendingar sjálfir munu ekki þurfa að stofna eigin her eða reka herskip eða senda menn í herinn, nógu margir íslendingar vilja ganga í hann nú þegar.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.