Það þarf ekkert að ræða við Noreg

Steingrímur J. segist ekkert hafa rætt "formlega" við Noreg um lán til að borga Bretum og Hollendungum skuldir Landsbankans, enda á hann ekki að ræða við einn eða neinn um slík lán.

Sá aðili, sem er ábyrgur gagnvart innistæðueigendum á Icesave í Bretlandi og Hollandi, er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta, sem er sjálfseignarstofnun á ábyrgð bankanna sjálfra, en ekki skattgreiðenda á Íslandi.

Því þarf ekki að semja um lán til að greiða þetta, tryggingasjóðurinn greiðir út, það sem í honum var við bankahrunið og á síðan kröfu í þrotabú Landsbankans fyrir því, sem upp á vantar að hann geti greitt Icesave innistæðendueigendum lágmarkstrygginguna, sem er 20.887 evrur.

Breskir og Hollenskir innistæðueigendur verða að sætta sig við að bíða, á meðan eignum Landsbankans verður komið í verð, þannig að þrotabúið geti greitt tryggingasjóðnum sína kröfu, sem er forgangskrafa í búið.  Eigi sjóðurinn ekki kröfu í búið fyrir vöxtum af þessu fé, þá er það tap innistæðueigendanna, en ekki íslenskra skattgreiðenda.

Málið er svo afskaplega einfalt, að það kemur ríkissjóði, eða íslenskum skattgreiðendum nákvæmlega ekkert við.


mbl.is Ekki formlega rætt við Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband