Góđkunningjar Sérstaks saksóknara?

Síbrotamenn, ţ.e. venjulegir afbrotamenn, hafa í gegnum tíđina veriđ kallađir "góđkunningjar lögreglunnar", en međ nýjum og breyttum tímum verđur vćntanlega fariđ ađ tala um "góđkunningja Sérstaks saksóknara" og "góđkunningja Efnahagsbrotadeildar", ađ ekki sé minnst á "góđkunningja skattrannsóknarstjóra".

Fjórir af fyrrum stjórnarmönnum 365 hf. flokkast líklega í hóp góđkunningja allra ţessara ađila, en ţeir eru Jón Ásgeir í Bónus, Pálmi Haraldsson í Iceland Express, Ţorsteinn M. Jónsson og Magnús Ármann.  Fimmti stjórnarmađurinn sagđi sig úr stjórninni, vegna andstöđu viđ vafasama fjármálagerninga fjórmenninganna og fellur ekki í góđkunningjahópinn, en ţađ er Árni Hauksson.

Landsvaki hyggst kćra ţessa stjórnarmenn og gera ţá persónulega ábyrga fyrir ađ skjóta eignum undan ţrotabúi 365 hf., en fjórmenningarnir komu öllum fjölmiđlahluta félagsins í hendur Jóni Ásgeiri í Bónus, en skildu skuldirnar eftir í gamla félaginu, sem nú er gjaldţrota.

Ţetta er sami leikur og ţessir menn hafa leikiđ hvađ eftir annađ, í ţeim félögum, sem ţeir hafa komiđ nálćgt og verđi ţeir kćrđir fyrir ađferđir sínar í einu félagi, má gera ráđ fyrir rađréttarhöldum yfir ţeim vegna samskonar mála.

Arion Banki er um ţessar mundir ađ hjálpa Jóni Ásgeiri í Bónus og međreiđarsveinum hans, ađ losa sig viđ skuldir 1998 ehf. međ nýstárlegri ađferđ, ţ.e. ađ gefa eftir skuldir í einu félagi, en gefa Baugsveldinu kost á ađ kaupa Haga hf., međ ţeim peningum, sem annars hefđu átt ađ ganga til greiđslu á skuldunum.

Vegir fjármálakerfisins eru órannsakanlegir, en Sérstakur saksóknari og Eva Joly reyna ţó.


mbl.is Stjórn 365 gćti boriđ ábyrgđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband