Jóhanna orðin undrunar og aðhlátursefni erlendis

Íslendingar hafa síðast liðið ár orðið vitni að ótrúlegri vanhæfni Jóhönnu Sigurðardóttur til að gegna því embætti, sem innanhússátök í Samfylkingunni, hafa leitt hana til að gegna.  Landinn er reyndar hættur að furða sig á undarlegum háttum hennar og löngu hættir að hlæja, því gerðir hennar og aðgerðarleysi hefur komið illa niður á almenningi og verður til þess að lengja og dýpka kreppuna, frá því, sem orðið hefði, með traustri ríkisstjórn.

Nú eru útlendingar farnir að undrast og hljæja að undarlegum uppátækjum hennar og gera gys að henni opinberlega, eins og þessi klausa ber með sér: " „Ég myndi svo sannarlega lýsa þessu sem óvenjulegu tilviki. Þeir sem sniðganga slíka fundi á ferð sinni um Brussel eru jafnan einræðisherrar frá Mið-Asíu. Því myndi ég án efa halda að evrópskur þjóðhöfðingi eða forsætisherra myndi alla jafna mæta á fundi með blaðamönnum eftir fundi með Barroso,“ segir Toby Vogel, blaðamaður hjá European Voice, systurriti Economist."

Það verður að teljast algerlega óskiljanlegt, að loksins þegar Jóhanna stígur á erlenda grund, þá noti hún ekki tækifærið til þess að kynna málstað Íslendinga fyrir erlendum fjölmiðlamönnum, sem við nánari hugsun, er kannski ekki svo einkennilegt, því ekki styður hún íslenskan málstað á heimavelli, heldur berst fyrir Breskum og Hollenskum hagsmunum, með kjafti og klóm.

Þegar allt kemur til alls, þjónar það hagsmunum Íslendinga best, að Jóhanna opni alls ekki á sér munninn, hvorki innanlands eða utan.


mbl.is Óvenjulegt tilvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er hverju orði sannara sem þú segir

Jón Sveinsson, 4.2.2010 kl. 11:10

2 identicon

Tær snilld hjá forsætisráðherranum að vekja svona mikila athygli í heimspressunni án þess svo mikið sem að opna munninn!

Agla (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 11:13

3 identicon

JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA ER=======ÞJÓÐARSKÖMM.Ég sé eftir atkvæði mínu til þessarar einræðistilburðarmanneskju sem hún er og Landráðamanneskja virðist hún vera orðin.

Númi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 11:38

4 identicon

ÂTTI  EINHVER VON Á ÖÐRU hun er ekki einusinni MELLUFÆR í ensku og varla talandi á okkar tungu þetta hefst uppúr því að kjósa að kjósa trúð á þing og því miður eru þeir flestir  þannig sem á hórubekkjum alþingis sitja

björn karl þórðarson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:14

5 identicon

Það er beinlínis skaðlegt fyrir okkur að hafa Jóhönnu við stjórnvölinn. Nokkuð sem mjög margir gerðu sér grein fyrir strax, aðrir aðeins síðar og enn aðrir eru að byrja opnu augu sín fyrir þessu. Það væri þjóðarhagur að koma henni frá. Konan er langt í frá að valda þessu hlutverki sínu. Vel má vera að hún hafi gert marga góða hluti eins og hún segir sjálf, en það eru smáhlutirnir sem vinnast í bakherbergjum og nefndum og þar er hún sennilega á heimavelli. En að hafa hana í þessu hlutverki, hlutverki forsætisráðherra þjóðar sem talar annað tungumál en hún, bæði innanlands og utan gerir illt verra fyrir okkur. Við þurfum manneskju í þetta embætti sem talar fyrir hönd fólksins í landinu en ekki fyrir eigin óskhyggju. Það var gott hjá henni að kaupa grindverkin til að setja í kring um alþingi. Henni mun sjálfsagt ekki veita af þeirri einu skjaldborg sem hún hefur dug til að reisa.  

assa (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:31

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enskan hennar Jóhönnu: "Hot spring river this book?

þetta með skjaldborg heimilanna var mismæli. Hún átti við "skjaldborg Evrópu" og hún er að vinna í því núna....eini stjórnmálamaðurinn. konan, maðurinn, bæði?...sem hefur muldrað sig á "toppinn" í íslenskum stjórnmálum...ég hélt að það væri ekki hægt, enn á Íslandi er allt hægt.

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 17:05

7 identicon

Mér fannst soldið pínlega fyndið að sjá hana á vappi þarna með Barroso fyrir framan myndavélar, bæði talandi ofan í hvort annað.. og líkast til hvorugt þeirra skilið upp né niður í hvor öðru hahaha

Annars eru aðrir í stjórnsýslunni á Íslandi ekkert betri.. kannski er það bara plús að þeir tali sem allra minnst.
Það er alveg ljóst að þjóðarskútinan rekur fyrir veðri og viðrekstrum úr hinum og þessum spillingar og vanhæfishornum... mar er svona næstum farin að biðja Gudda að blessa ísland ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 21:44

8 identicon

Kannski væri betra að fá aftur einhverja sem tala og tala og telja okkur trú um að allt sé í fínu standi þó svo að allt sé á leið til, you know what!

Þá líður okkur vel?

Svo kemur einhver fréttamaður og segir eitthvað, alhæfir út í loftið í fílukasti yfir því að hafa ekki fengið viðtal.

 Einhver spekingur sagði eitthvað á þá leið(held að það hafi verið Aristóteles). Að mesta hættan við lýðræði væri það að þeir sem töluðu mest gætu ráðið mestu án þess að segja eða gera neitt af viti.

Birkir (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 08:42

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Birkir, með tilvitnuninni í spekinginn, segir þú allt sem segja þarf um núverandi ríkisstjórn.  Hún er líka að reyna að segja okkur að allt verði í fínu standi, þegar búið verði að reka Davíð, sækja um aðild að ESB, búið að gera stöðugleikasáttmála, búið að samþykkja Icesave, en það eina sem er alveg búið, er stjórnin sjálf.

Axel Jóhann Axelsson, 5.2.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband