Al Capone og skatturinn

Bandaríska lögreglan gat aldrei sannað nein afbrot á bannárunum, á þann fræga glæpaforingja Al Capone, þrátt fyrir miklar og margar tilraunir til þess.  Al Capone var háll sem áll og tóks alltaf að leika á laganna verði, þangað til skatturinn gómaði hann fyrir skattalagabrot.  Fyrir þau var hann dæmdur í fangelsi, þar sem hann lést að lokum úr sárasótt.

Vel má vera, að íslenskir banka- og útrásarglæpamenn, með aðstoð allra sinna lögfræðinga og annarra hjálparkokka, séu álíka hálir og Al Capone var á sínum tíma, þannig að ekki takist að fá þá dæmda fyrir fjárglæfra sína og önnur skemmdarverk á efnahagslífi landsins.

Ef svo fer, að lögmönnum þessara manna, takist að þvæla mál og hártoga, árum saman, verður að minnsta kosti að treysta því, að skattinum takist að klófesta þá, fyrir stórfelld skattalagabrot, enda ólíklegt, að allt persónulega bruðlið hafi ratað inn á skattskýrslur.

Annars þarf varla að óttast, að ekki takist að sanna stórfellt misferli á ýmsum sviðum á hrunbarónana, því sífellt eru að koma upp á yfirborðið, dæmi um subbuviðskipti þessara kappa sín á milli og varla er það allt í anda laganna.

Vest er hvað þessar rannsóknir taka allar langan tíma.  Almenningur er óþolinmóður eftir einhverjum sýnilegum niðurstöðum.


mbl.is Gruna banka um skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af öllum þeim stofnunum sem koma að rannsóknum í tengslum við hrunið, þá fær maður á tilfinninguna að skatturinn sé að standa sig einna best. Það hefur mörgum glæpamanninum orðið að falli að telja rangt fram til skatts.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við persónulegt bruðl margra þessara rugludalla, þá er ekki ólíklegt, að skatturinn eigi sitthvað vantalað við þá.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Skúli Eggert Þórðarson (fyrrverandi Skattrannsóknarstjóri) og Stefán Skjaldarson núverandi Skattrannsóknarstjóri, eru réttir menn á réttum stöðum og ég hef fulla trú á því að þeir muni standa sig í því að rannsaka undanskot og brot á skattalögum.

Jón Óskarsson, 4.2.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband