Er Jóhanna að semja við ESB um Icesave?

Hér hefur því verið haldið fram, að helsta ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar séu eins harðir í afstöðu sinni í Icesave málinu, eins og raun ber vitni, og að sama skapi sé undirlægjuháttur Samfylkingarinnar gagnvart þeim, sé sú, að á bak við tjöldin sé búið að semja um að ESB yfirtaki skuldbindinguna, þegar Ísland gangist undir stórríkið.

Leynifundur Jóhönnu Sigurðardóttur með Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, er til þess fallinn, að ýta undir þessa skoðun og styrkja hana verulega.  Sú einkennilega leynd, sem hvílir yfir þessari för allri, er gjörsamlega óskiljanleg og ekki síður, að Jóhanna neitar að nota tækifærið til þess að hitta erlenda fréttamenn í ferðinni og skilja þeir ekki upp eða niður í þeirri ákvörðun og hafa reyndar aldrei kynnst því fyrr, að framámenn nýti ekki tækifærið til þess að kynna sinn málstað.

Eins er það hulin ráðgáta hvernig ríkisstjórnin ætlar að koma nýjum lögum um Icesave í gegnum þingið og þjóðina, eingöngu með einhverjum lánasamningi við ESB, en óbreyttum þrælalögum í þágu Breta og Hollendinga.

Líklega er plottið það, að Icesave samningurinn verði látinn standa, sem slíkur, en ríkisábyrgðin dregin til baka, en ríkið taki hins vegar lán frá ESB, sem að nafninu til verði ekki tengt Icesave, en á ábyrgð ríkissjóðs, engu að síður.

Eitt er þó alveg víst og það er, að Samfylkingunni er ekki treystandi fyrir einu eða neinu.


mbl.is Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband