Enn sami uppgjafartónninn

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastljósi í gærkvöldi, að líklega myndi innheimtast allt að 100% af eignum Landsbankans og því yrði leikur einn að greiða Icesave skuldir hans. 

Vegna þessarar síbatnandi stöðu gamla Landsbankans, sagði hún að nánast væri ekki um neitt að semja, nema örlitla breytingu á vöxtunum, eða eins og hún sagði:  „Nú erum við að reyna að stilla málinu þannig upp að við getum náð niður vöxtunum en það er kannski það litla sem hægt er að  hreyfa í þessu að ná fram hagstæðari vaxtakjörum."

Bæði Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendum á Icesave miklu hærri upphæð, en þær 20.887 Evrur, sem tryggingasjóðurinn átti að greiða, samkvæmt tilskipun ESB.  Ef minnið er rétt, greiddu Bretar út 50.000 pund og Hollendingar 100.000 Evrur.  Samkvæmt uppgjafarskilmálunum voru þessar umframgreiðslur Breta og Hollendinga gerðar jafnréttháar og kröfur tryggingasjóðsins, þannig að sjóðurinn fær aðeins um helming þess, sem innheimtist, en kúgararnir afganginn.

Lágmarkskrafa í nýjum samningum, er að tryggingasjóðurinn eigi forgangskröfu í þrotabúið og krafa Breta og Hollendinga komi þar á eftir.  Með því móti myndi skuldbinding tryggingasjóðsins greiðast helmingi hraðar en ella og vaxtagreiðslur yrðu helmingi minni.

Engar endurbætur fást á þessum þrælasamningum  fást á meðan ráðamenn tala, eins og Jóhanna gerir.


mbl.is Eignir Landsbankans gætu skilað meiru en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála við verðum að henda henni út ef hún fer ekki sjálfviljug þolinmæðin gegn þessari valdníðslu og einkavinavörn er á þrotum. HVAR ERU PENINGARNIR SEM VIÐ ERUM AÐ DEILA UM OG HVERJIR HAFA VERIÐ LÁTNIR SVARA TIL SAKA? Við verðum að fá svör annars verður allt vitlaust og blóðug bylting brýst út á íslandi.

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband