29.1.2010 | 15:23
Farðu nú að semja nýja ræðu, Jóhanna
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, ávarpaði fund sóknaráætlunar 20/20, sem er sýndarnefnd á vegum ríkisins, og flutti þar sömu ræðuna og hún er búin að flytja ótal sinnum á undanförnum mánuðum.
Kjarninn í ræðunni er þessi: Við erum að glata dýrmætum tíma og tafir á framkvæmd efnahagsáætlunar Íslands og AGS, frestun á áætlun um afnám gjaldeyrishafta og takmarkanir á aðgengi Íslands að alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum munu verða okkur afar dýrkeypt ef fram heldur sem horfir"
Einnig fylgdi þetta með: "Ljóst er að óvissa í efnahagsmálum hefur aukist vegna frestunar á því að leysa deiluna um bætur til innistæðueigenda útibúa Landsbankans erlendis." Nú heitir það að leysa deiluna um bætur, en ekki greiðslu á "alþjóðlegum skuldbindingum" Íslendinga og er þetta orðalag eina tilbreytingin frá fyrri ræðum.
Það er ekki fyrst og fremst "deilan um bætur", sem tafið hefur allar efnahagsumbætur hérlendis, heldur aðgerðarleysi ríkisstjórnarnefnunnar sjálfrar og sú staðreynd, að hún hefur gert allt sem í hennar valdi hefur staðið, til að koma í veg fyrir þá atvinnuuppbyggingu, sem kostur hefur verið á, allt undanfarið ár og sér ekki fyrir endann á þeirri skaðlegu framgöngu ennþá.
Þær litlu framkvæmdir sem ríkið hefur ætlað að ráðast í, hafa tafist vegna hringlandaháttar og nægir þar að nefna staðsetningu samgöngumiðstöðvar, sem dæmi.
Jóhanna þarf að láta semja handa sér nýja ræðu og hún og félagar hennar í ríkisstjórnarnefnunni, að fara að hugsa um fleiri mál en Icesave, enda á það ekki að vera neitt forgangsmál, því það ætti nánast ekki að koma ríkissjóði nokkuð við.
Jóhanna getur ekki afsakað ræfildóminn endalaust með Icesaverugli.
Jóhanna: Vextir lækka en óvissa eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góða Jóhanna verðu nú að vinda þig í það sem þú lofaðir fyrir fyrstu kosningar að slá skjaldborg um þá sem minna mega sín. Afhverju þarf alla þessa bankaleynd utan um Bankana og ræningja þeirra? En það er ekkert verið að fela þá sem eru að missa frá sér aleiguna. Það er með pomp og pragt gefið upp. Eða er ekki Lögbirtingablaðið til ennþá? Er þér virkilega sama um allt þetta fólk í landinu sem nú er að berjast í bökkum . Bæði aldnir sem voru plataðir á sparifé og svo hinir sem tóku erlendu lánin, (þessi myntkörfulán) Ekki skulum við heldur gleyma þeim sem fengu kúlulánin og hafa fengið þau útstrikuð með einu pennastriki....Afhverju Jóhanna, afhverju er þessi mismunur hjá þjóðinni. Óska eftir svari sem fyrst. Meira segja tek ég gilt frá Hrannari.
j.a (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.