Óbreyttur hópur gegn Frökkum

Á morgun verður háður einhver afdrífaríkasti handboltaleikur sögunnar, þar sem Íslendingar mæta Frökkum í undanúrslitum EM.

Frakkar eru nú heims- og Ólimpíumeistarar og eru áfjáðir í að bæta Evrópumeistaratitlinum við og veraða þannig fyrstir karlalandsliða til að hampa öllum titlunum þrem á sama tíma.  Þeir munu því koma til leiksins á morgun fullir eldmóðs og berjast eins og hungruð ljón til síðustu sekúndu.

Íslendingar hafa aldrei átt betra og reynslumeira lið, en það sem nú er að leika á EM og eftir að hafa unnið silfrið á ÓL, eru þeir komnir á bragðið og munu gera allt sem þeir mögulega geta, til að leggja Frakkana að velli á morgun og tryggja sér þátttöku í úrslitaleiknum sjálfum á sunnudaginn.

Þetta verður erfiður leikur, en liðið hefur sýnt, að ef allt smellur saman, getur það unnið hvaða lið sem er, enda orðið eitt af þeim  bestu í heiminum.

Þjóðin mun standa sem ein sál með liðinu á morgun og hvernig sem fer, verða þetta "strákarnir okkar" áfram.  Hvað sem gerist á morgun, er liðið orðið öruggt um sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári og þá verður skemmtunin og ánægjan, sem liðið hefur veitt löndum sínum endurtekin.

ÁFRAM ÍSLAND.


mbl.is EM: Óbreyttur leikmannahópur Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband