Augu beinast að þjóðaratkvæðagreiðslu, sem aldrei verður haldin

Írska dagblaðið Irish Times birti viðtal við Ólaf Ragnar, forseta, og segir í framhaldi af því, að allra augu muni beinast að Íslandi, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem boðuð hefur verið 6. mars n.k.

Forsetinn gerir sitt besta, til þess að útskýra málið fyrir blaðamanninum, ólíkt því sem ráðherralíki ríkisstjórnarnefnunnar hafa gert, enda vilja þeir enga þjóðaratkvæðagreiðslu og gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að flauta hana af.

Síðasta áróðursbragð Steingríms J. var, að fresta yrði atkvæðagreiðslunni, svo kjósendur hefðu tíma til að lesa og melta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, en lét þess ógetið hvers vegna hann sagði strax í fyrravor, að engan tíma mætti missa og Alþingismenn yrðu að samþykkja Icesave lögin strax, því hver einasti dagur væri svo dýrmætur.  Ekki var talin nokkur einasta ástæða fyrir þingheim, að bíða niðurstöðu skýrslunnar, til þess að sjá hvort hún varpaði einhverju nýju ljósi á aðdraganda málsins, eins og Steingrímur J. segir nú, að þjóðin þurfi að vita, áður en hún ákveður sig í málinu.

Þessi frestshugmynd er eingöngu sett fram til vara, ef ekki skyldi takast að ná einhverri smávægilegri breytingu á samningnum við Breta og Hollendinga, sem hægt væri að nota til að afturkalla lögin og setja ný, lítið breytt, í þeirri von, að fosetinn synji nýjum breytingarlögum ekki staðfestingar. 

Vegna þessa, er Steingrímur J. nú að draga formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með sér í teboð hjá fjármálaráðherrum kúgunarlandanna, með það í huga að fá þá til að taka þátt í afnámi þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Augun, sem hvíla á þjóðaratkvæðagreiðslunni mega ekki blikka, því þá verður búið að slá hana af.


mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Við heimtum þjóðaratkvæðagreiðsluna hvað sem svikahrapparnir Jóhanna Sig og Steingrímur Joð segja! Annars verður allt brjálað hérna.

corvus corax, 29.1.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband