28.1.2010 | 11:55
Svandís hringsnýst
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðfrú, hefur nú snúist "á einu augabragði", eins og kallinn sagði, í málefnum orkuöflunar á Suðurnesjum, með því að falla frá sameiginlegu umhverfismati allra þátta, sem viðkoma framkvæmdum fyrir væntanlegt álver Norðuráls.
Með snúningum sínum hefur henni samt tekist hluti ætlunarverksins, sem var að stöðva framkvæmdirnar, sem þó tókst ekki, en með hringlinu hefur henni tekist að tefja framkvæmdirnar og þar með haldið fleirum á atvinnuleysisskrá, en annars hefði verið.
Þar sem Skipulagsstofnun stóð í lappirnar og hélt sér við lög og reglur í málinu, neyddist Svandís til þess að hætta skemmdarstarfi sínu gagnvart þessari framkvæmd og vonandi verður þetta til þess, að hún hætti allri skæruliðastarfsemi gegn bráðnauðsynlegri atvinnuuppbyggingu.
Vonandi drífa yfirvöld líka í því, að ganga frá samningum vegna gagnaversins á Miðnesheiði og fari að gera það, sem í þeirra valdi er, til að koma einhverri hreyfingu á atvinnumarkaðinn.
Það er að verða komið eitt og hálft ár frá hruni og ekki eftir neinu að bíða.
Ekki í sameiginlegt mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér.
Nú verða menn að snúa saman bökum og "kýla" þessar framkvæmdir á fullt skrið. Nóg hefur verið um tafir og skæruhernað þessara umhverfisbjálfa. Atvinnu vantar á svæðið, okkur veitir ekki af útflutningstekjunum. Lögð hefur verið gríðarleg vinna og fjármunir í þetta fyrir sunnan og nú þarf hraðar hendur, það er landi og þjóð til heilla. Hver hálf þenkjandi maður sér það.
Svandís er vanhæf, hefur ekki getuna né heillindin í þetta starf og hefði mátt víkja fyrir löngu.
Baldur (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:11
Krafturinn í Svandísi er jafnmikill og hjá stjórninni í heild. Skoðum dagsetningar. Það liðu rúmlega 6 mánuðir (sem var vægast sagt á gráu svæði ef ekki ólöglegt) frá úrskurði Skipulagsstofnunar þangað til hún vísaði málinu aftur þangað til nýrrar efnislegrar meðferðar. Skipulagsstofnun brást nokkuð hratt við og tók nýja ákvörðun mánuði síðar. Nú vantar ekki nema 2 daga upp á að liðnir séu 3 mánuði frá seinni ákvörðun Skipulagsstofnun og þá loks heyrist frá Umhverfisráðherranum. Með sínum hringlandahætti er hún búin að tefja málið í um 10 mánuði, með tilheyrandi auknu atvinnuleysi og fjárhagslegum erfiðleikum fyrirtækja í landinu. Skemmst er að minnast þess að fjölmargir fóru á atvinnuleysisskrá þar sem framkvæmdum við gagnaverið var hætt vegna óvissu í málinu.
Þeir sem aðhyllast öfgastefnur í umhverfismálum virðast stundum ekki átta sig á því að til þess að koma í gang starfsemi sem allir geta verið sáttir við svo sem stór og öflug gagnaver þá þarf rafmagn og til þess þarf virkjanir og raflínur. Sömu einstaklingar og ekki vilja virkjanir munu án efa horfa á leikinn í dag á stórum sjónvarpsskjá með öll ljós kveikt og þykja það sjálfsagt að hafa rafmagn.
Það er vonandi að ákvörðun ráðherrans marki upphafið að því að þessi ríkisstjórn fari loks að gera eitthvað í atvinnumálum.
Jón Óskarsson, 28.1.2010 kl. 12:17
Menn fyrir sunnan fagna þessu, skömmin er Svandísar.
Vonandi snýst gæfan Suðurnesjamönnum og þjóðinni allri í vil og svona verkefni eykur bjartsýni
Baldur (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 13:20
Við skulum vona að þetta viti á gott og þetta geti orðið til þess, að hlutirnir byrji að snúast og þó ekki væri, nema að atvinnumálin fari að þokast örlítið í rétta átt.
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2010 kl. 13:51
Það var ótrúlegt að hlusta á hana í fréttunum. Er hún loksins búin að fatta að fyrir þetta heildstæða mat þarf að hafa upplýsingar sem er engin leið að hafa á þessu stigi!! Jarðhiti er þess eðlis að þú veist ekki hvað þú færð út úr svæðinu, fyrr en þú ert byrjaður að bora, og því er það merkingarlaust að fara í "heildstætt umhverfismat " út á getgátur og skáldskap. Það sama gildir reyndar á Bakka, en hún þóttist ekki skilja það.
Guðrún (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:08
Það fer hrollur um mann þegar sumir af ráðherrum þessarar ríkisstjórnar opna munninn í fjölmiðlum.
Jón Óskarsson, 28.1.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.