Hvað er einn milljarður á milli vina?

Vinirnir Pálmi í Fons og Jón Ásgeir í Bónus, hafa í gegnum tíðina brallað ýmislegt smálegt saman í fjármálasukkinu og einn og einn miljarður á milli þeirra vina hefur aldrei þótt sérstakt umræðuefni.

Í ágúst 2008 tilkynnti Pálmi að hann hefði slegið Íslandsmet í gróða, þegar hann seldi Jóni Ásgeiri, vini sínum og félaga, nokkur fyrirtæki, sem Jón Ásgeir borgaði svo vel fyrir, að Pálmi græddi hvorki meira né minna en áttatíu milljarða króna á þeim eina "díl". 

Þess vegna er undarlegt að sjá, að Pálmi skuli hafa "gefið" Jóni Ásgeiri, vini sínum og félaga, einn milljarð króna, með tólf felufærslum í bókhaldi sínu, um svipað leiti og hann var að græða af honum áttatíu milljarða.

Sumir vegir eru órannsakanlegir, en Sérstakur saksóknari og Eva Joly reyna að fá einhvern botn í viðskiptavegi þessara og annarra "kaupsýslumanna" og vonandi villast þau ekki á þeim þrautavegum.

En Pálmi í Fons og Jón Ásgeir í Bónus, sitja á vegkantinum, sýna lýðnum fingurinn og fá svo einfaldlega felldar niður tugmilljarða skuldir, til þess að geta haldið fyrirtækjunum "sínum" eftir sem áður.

Eins og ekkert hafi í skorist sjá bankarnir um að Pálmi haldi Iceland Express og Jón Ásgeir Baugi.

Það er vegna þess, að bankarnir vilja aðeins skipta við aðila, "sem njóta fyllsta trausts".


mbl.is Stór krafa á Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er verið að eltast við ræfla sem varla eiga fyrir dæet  kóki. Heldur skiptastjóri kannski að hann nái plastflöskunni af JÁ áður en hann kemur henni í Endurvinnsluna. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Góður. 

Það væri reglulega illa gert, að sitja fyrir honum við Endurvinnsluna.

Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2010 kl. 09:54

3 Smámynd: GAZZI11

Já og hvað eru morg núll í því

GAZZI11, 28.1.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband