27.1.2010 | 22:22
Ráðdeildarmaður
Ef satt reynist, að Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, haldi fyrirtækinu, einkum vegna þess, að hann hafi getað farið undir koddann og talið þaðan fram nokkra milljarða króna, jafnvel tugmilljarða, sem hann gat lagt fram, sem nýtt hlutafé, þá er ekki hægt annað, en dást að slíkum ráðdeildarmanni, sem hefur tekist, þrátt fyrir erfiða tíma, að hafa svolítinn tekjuafgang til að leggja fyrir.
Eins og allir vita, vilja bankarnir enda helst starfa með mönnum sem eru "trausts verðir" og hverjum er betur treystandi en vammlausum ráðdeildarmönnum. Sennilega eru þessir aurar afrakstur góðrar vinnu á útrásartímanum, t.d. vegna ýmissa smágreiða, sem hann var allur af vilja gerður að gera vinum sínum, t.d. Al-Thani, arabahöfðingja, og öðrum góðkunningjum lögreglunnar.
Einn og einn milljarður hefur sjálfsagt bæst í sparibaukinn vegna arðgreiðslna, sem til hafa fallið úr rekstri ýmissa fyrirtækja, sem efni höfðu á ríflegum arðgreiðslum, áður en þau fóru á hausinn, illu heilli.
Það eru einmitt svona menn, sem þjóðin þarfnast á erfiðum tímum. Næsta mál á dagskrá, til að koma fótunum aftur undir menn, sem "njóta fyllsta trausts", er að fella niður nokkra tugi milljarða króna af fyrirtækinu 1998 ehf., svo hægt verði að koma Högum í öruggar hendur Baugsfeðga.
Þetta eru brýnustu verkefnin og svo verða önnur afgreidd, eftir því sem tími vinnst til.
Smámunir úr fortíðinni mega ekki flækjast fyrir nauðsynlegri uppbyggingu til framtíðar.
Ólafur heldur Samskipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu að koma af stað einhverju með þessu eða er þetta kaldhæðni eins og ég held
Sigurður Haraldsson, 27.1.2010 kl. 22:27
Mér finnst að það eigi að afhenda Björgólfunum Landsbankann aftur.
Sveinn Elías Hansson, 27.1.2010 kl. 22:33
Sveinn, það er auðvitað sjálfsagt. Þá verður áfram hægt að kalla þá Bjöggana í bankanum. Hvað ættum við að kalla Ólaf í Samskipum, ef hann fengi ekki að halda fyrirtækinu?
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 22:36
Dettur engum í hug að nafni minn hafi e.t.v. verið einn af þeim fáu sem hafi ekki verið með allt veðsett í botn og þess vegna átt pening eftir hrunið?
Persónulega þykir mér skárra að fólk haldi fyrirtækjunum sínum (ef það hefur efni á því) í stað þess að ríkið eignist allt Ísland og úthluti svo til ,,réttra" aðila...
Ólafur S (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:52
Hann er saklausari en skúringarkonan á Grjónuvöllum við Séstvallagötu
Grjóni (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:16
Ég vil benda fólki á að Samskip og Landflutningar samskip fóru ekki a hausinn í kreppunni og skilja ekki eftir sig tugi miljarða gjaldþrot handa landsmönnum eins og Eimskip/flytjandi gerir, Svo núna þegar búið er að fella niður skuldir Eimskip þá fara þeir að undirbjóða samkeppnisaðilana og á endanum fara þeir aftur í gjaldþrot, (með undirboðum á ég við að þeir eru að flytja frakt um og undir kostnaði) sem er ekki gott til lengdar. Flytjandi var um daginn að kaupa nýja flutningabíla sem er ekki frásögufærandi nema hvað að bílakaupinn hefðu frekar hentað 2007, Þeir sem sagt keyptu bíla sem voru ekki af ódýru gerðinni, Þessi framkoma og aðgerðir Flytjanda benda til þess að þeim er nokk sama þó svo að þeir fari aftur í þrot, Svo að ég hvet fólk til að flytja frekar með Landflutningum.
Fólk kannski hugsar hvað með það að ég sendi með flytjanda ég fæ ódýran flutning, það segir ekki alla söguna því að þessi ódýri flutningur gæti orðið miklu dýrari ef þeir rétta þjóðinni tugi miljarða flutningsgjaldareiknin.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:21
Vann eitt sinn hjá skipadeild sambandssins það vað nokkuð gott vona að fyrirtækið standi sig með sóma og verði rekið spillingarlaust!
Sigurður Haraldsson, 28.1.2010 kl. 02:00
hann á kannski eitthvað eftir af því sem hann og hans ektavinur, Finnur Ingólfsson, tóku út úr samvinnutryggingasjóðnum í gegnum Gift. Voru í stjórn saman og fóru með sjóðinn á einu ári úr 30 milljarða inneign í 60 milljarða skuld og yfirgáfu svo stjórnina!! Þetta eru allt "strangheiðarlegir menn" náttúrulega
ævar (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.