27.1.2010 | 16:14
Af hverju ekki Húsdýragarðurinn?
Þegar síðast sást til Ísbjarnar hérlendis, var rokið til og fengið sérhannað búr frá Danmörku, því ætlunin var að flytja bangsann aftur "heim" með miklum tilkostnaði og umhverfisráðherrann flaug í skyndi vestur á firði, til þess að líta skepnuna augum.
Svo þegar kvikindið hreyfði sig eitthvað, urðu viðstattir svo hræddir, að það var skotið umsvifalaust og búrið auðvitað ekkert notað. Danirnir munu ekki hafa haft áhuga á, að fá búrið til baka, enda lítið um ísbirni í Danmörku og því er búrið víst ennþá hér á landi og bíður eftir að verða notað.
Núna skreppur smá húnn í land fyrir austan og án nokkurs hiks, rjúka menn til og fella dýrið, hungrað og illa til reika, eftir langt ferðalag og enginn man eftir búrinu góða, sem átti að verða bjargvættur ísbjarna, sem rækju loppurnar í land í framtíðinni.
Væri nú ekki ráð, að útbúa aðstöðu í Húsdýragarðinum til þess að "hýsa" næsta og þarnæsta ísbjarnarhún, sem slæðist hér á land og halda þá þar, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka.
Svona dýr eru í öllum alvöru dýragörðum og þeir tilbúnir til þess að greiða hátt verð fyrir gripina.
Það er eitthvað svo 2007, að fara svona með verðmæti.
Búið að skjóta ísbjörninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugmynd
2007 - haha
Eva (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:23
Hva villtu þá bara setja hann með selunum eða? Ekki vera með þetta rugl, þetta er hættulegt dýr sem komið er til mannabyggða og því ber að farga. Ég er ekki viss um að þú vildir fá þetta dýr í bakgarðinn hjá þér?
Biggi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:35
Ég held nú að byssukúlan hafi verið talsvert ódýrari "lausn" en að henda einhverjum milljónum í aðstöðu fyrir bangsa í húsdýragarðinum. Hvaðan áttu peningarnir í það að koma, á kannski að skera enn meira niður á LSH????
Jóhann Elíasson, 27.1.2010 kl. 16:36
Ég er farin að ílengjast eftir því hvenær fyrsti ísbjörninn verður fangaður og fær að lifa.. Ég skil að það er ekki hægt að bjarga öllum ísbjörnum sem óvart sækja Ísland heim en sá fyrsti verður að koma fljótlega.
Þröstur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:39
Biggi, villt dýr eru fönguð með deyfisprautum, engum dettur í hug að biðja þau vinsamlegast að labba með sér í dýragarðana.
Jóhann, ég er nokkuð viss um að Húsdýragarðurinn sé ekki hluti af framlögum ríkisins á fjárlögum til LSH.
Í öllum rekstri, er gert ráð fyrir að upphaflega fjárfestingin skili sér í auknum tekjum, annars yrði aldrei fjárfest í neinu. Ef Íslendingar hafa ekki efni á að útbúa aðstöðu fyrir svona skepnur í sínum eina dýragarði, væru erlendir dýragarðar örugglega tilbúnir til að kaupa lifandi ísbirni og þá er ekki verðið að tala um annað, en að selja þá með góðri álagningu. Þann hagnað mætti síðan nota til að hlúa að dýrunum, sem eru í Húsdýragarðinu eða jafnvel útbúa aðstöðu fyrir fleiri tegundir.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 16:47
ætli birninum hefði liðið vel með það að fara í dýragarð?
Ásta (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:58
Og hvað kostar að fanga Ísbjörninn halda honum lifandi og flytja hann og hver greiðir allan þann kostnað??? Þú svarar ekki þeirri spurningu hvaðan peningarnir eiga að koma. Þó svo að Reykjavíkurborg reki húsdýragarðinn veit ég ekki9 betur en að þaðan hafi komið kvartanir vegna lélegrar fjárhagsstöðu þannig að það hefði alltaf verið svo að fjárframlög hefði þurft frá ríkinu í þetta verk. Eins og ástandið er í efnahagsmálum okkar nú um stundir er ég ekki í minnsta vafa um að þetta var BESTA lausnin.
Jóhann Elíasson, 27.1.2010 kl. 16:58
Jóhann, lesa pistlana, áður en gerðar eru athugasemdir. Það var ekki minnst á að það hefði átt að setja þennan bangsa í Húsdýragarðinn, því engum dettur í hug, að fara að útbúa aðstöðu, eftir að dýr gengur á land, það þarf að gera áður.
Í upphaflegu færslunni stendur: Væri nú ekki ráð, að útbúa aðstöðu í Húsdýragarðinum til þess að "hýsa" næsta og þarnæsta ísbjarnarhún, sem slæðist hér á land og halda þá þar, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka.
Birnir ganga nú ekki á land á hverjum degi, sá síðast kom 2008 og enginn veit fyrir víst, hvenær sá næsti lætur sjá sig. Það þyrfti ekki mjög háa upphæð, árlega, til þess að þetta gæti orðið að veruleika, og vonandi batnar efnahagsástandið frá því sem nú er, því annars verður hvort sem ekki lífvænlegt í landinu fyrir fólkið, það fer þá allt úr landi og ísbirnirnir geta þá þvælst um landið, óáreittir, eins og þeim sýnist.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 17:13
Jú, Axel þú minntist á það. Þú verður að kannast við það sem þú skrifar sjálfur.
Jóhann Elíasson, 27.1.2010 kl. 17:21
Veistu Jóhann, lestu aðeins yfir þetta aftur hann minntist hvergi á að þennan hún ætti að senda í húsdýragarðinn......
Grettir Ólafsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:31
Axel og Grettir ... hvað í ósköpunum þýðir þá þetta ?
"Væri nú ekki ráð, að útbúa aðstöðu í Húsdýragarðinum til þess að "hýsa" næsta og þarnæsta ísbjarnarhún, sem slæðist hér á land og halda þá þar, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka."
Þýðir þetta ekki að Axel vilji senda ísbjarnarhúna í húsdýragarðinn til að geyma og leyfa gestum að njóta. Þetta er það sem Jóhann gerði athugasemd við og ekkert að því enda fáránleg hugmynd. Ég myndi frekar vilja deyja en að vera hnepptur í ánauð það sem eftir væri ævi minnar og ég held að villt dýr úr náttúrunni sé það enn verr líkað.
Jón, 27.1.2010 kl. 19:16
Hvítabirnir eru dýrategund í útrýmingarhættu. Með núverandi ástandi í loftslagsmálum má búast við að fleiri komi hingað til lands. Það ætti að gera allt sem mögulegt er til að reyna að flytja þau dýrin sem koma hérna á land til baka til síns heimssvæðis. Það á ekki að ræða um pening í þessum málum. Ef við eigum pening fyrir fólk í Haíti eigum við líka pening fyrir slík tilvik.
Rónaldur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 21:45
Ekki er nú smekklegt, að líkja björgun og hjálparstarfi á Haiti við björgun dýra, jafnvel þó þau séu í útrýmingarhættu.
Hugsanlega væri hægt að stofna einhverskonar sjóð hérlendis, sem hefði það að markmiði, að bjarga slíkum dýrum, t.d. ísbjörnum.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 22:06
Það er til hættulegt fólk í þjóðfélaginu t.d. ofbeldismenn... á þá ekki bara skjóta þá og segja að það sé eini kosturinn í stöðunni
Ekki sé til fé eða neinar aðstæður til að halda lífi í þeim
I I (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:09
Að geyma ísbjörn á dýragarð krefst sérhæfðra úrræða auk þjálfunar starfsfólks. Þetta er einnig afar kostnaðarsamt. Dýragarðar sem hafa getu og vilja til að taka slík dýr að sér vilja sérvalin dýr, en ekki næsta dýr af næsta ísjaka ef svo má að orði komast. Skynsamlegast er að lóga dýrin strax.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:19
Jájá, takk fyrir fínan pistil Axel og ágætis vangaveltu, ég óska einnig eftir stórri bjarnargryfju í Laugardalinn fyrir framtíðarnot þarsem að við drepum hvern björninn á fætur öðrum.
Eru ekki menn alltaf að tala um að auka hróður okkar erlendis? Þetta verður nú ekki til þess.
Til eru þeir sem fullyrða að þeir vildu heldur deyja en að vera hnepptir í ánauð, þeir skilja ekki hver seigur lífsviljinn er innra með þeim, hann getur sætt sig við ýmislegt einsog fangar þjóðverja í útrýmingarbúðum geta vitnað um og væntanlega það fólk sem hefur verið fast síðustu daga undir rústum á Haíti.
En þvílíkt sem tíðni þessara heimsókna er að aukast, enda eru heimkynni þeirra að eyðileggjast.
Þið hin eruð eitthvað að ruglast og æsa ykkur.
Einhver Ágúst, 27.1.2010 kl. 23:33
Held að ísbjörninn sé betur settur dauður heldur en fangaður í búri og haldinn fastur í rými og valdtekinn af mannverum sem þykjast geta eignað sér rétt á dýrum.
Eflaust er betra að deyja heldur en að vera sviptur frelsi, fá ekki að upplifa eðli náttúrunar, veiða sinn eigin mat, fjölskylda, börn, vera frjáls ferða sinna og ganga um óspjallaða náttúru.
Davíð Þór Þorsteinsson, 28.1.2010 kl. 02:19
Það er bannað samkvæmt lögum á íslandi að fanga villt dýr til að geyma í búri.
Mikkjal agnar (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 04:42
Lög eru til að brjóta
I I (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 09:15
1. lélegt skyggni - þeir misstu m.a. sjónar á honum allavega einu sinni!
2. öryggi fólks - mannabústaðir í grennd, m.a. barnaskóli innann 2 km frá staðsetningu bjarnarins.
3. ekki hægt að koma í veg fyrir að hann færi í sjóinn - og þar myndi hann drukkna ef einhver hefði skotið hann með deyfi-/svæfingalyfi.
Ísbirnir aðlagast víst ekki vel í dýragörðum -eiga það til að drepa húnana sína og eru alveg óútreiknanlegir. Kynna sér tegundina.
Húsdýragarðurinn - HÚSDÝRAGARÐUR
Dís (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:15
T.d. hreindýr, selir, fálkar o.fl. - HÚSDÝRAGARÐUR
Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2010 kl. 11:23
"Lög eru til að brjóta"
Ég vil frekar meina að lög sem eru svo kjánaleg að þau þurfi að brjóta á auðvitað að breyta. Ætli það é ekki slatta af landslögum sem færi í þann flokk...
Kommentarinn, 28.1.2010 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.