Bankasýslan óskiljanleg nema sálfræðingum

Engan skyldi undra, að Bankasýsla ríkisins skuli auglýsa eftir sálfræðingi, til þess að raða skjölum, sem þetta ríkisapparat meðhöndlar. 

Hver er hæfari til að skilja hugsunarhátt þeirra, sem fjalla um bankamál á Íslandi, aðrir en sálfræðingar?  Ekki margir, aðrir en þá geðlæknar.

Furðulegra er, að sú æskilega menntun, sem skjalavörurinn mætti hafa, næst sálfræðinni, er stjórnmálafræði.  Varla geta bréfin og póstarnir, sem Bankasýslan sendir og móttekur, verið svo pólitískir, að þeir séu óskiljanlegir til flokkunar, nema sálfræðingum og stjórnmálafræðingum.

Þetta er öllum óskiljanlegt, nema bankamönnum, sem hafa þurft á sálfræðihjálp að halda undanfarið.

Líklega hefði verið réttara að auglýsa eftir sérfræðingi í áfallahjálp.


mbl.is Sérfræðingur í skjalastjórn - má vera sálfræðingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður :):):)

Finnur Bárðarson, 24.1.2010 kl. 16:42

2 identicon

Hvað eru margir bókasafnfræðingar útskrifaðir á ári?

Skattborgari (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:45

3 identicon

Ég er búinn að hnjóta um þetta og sendi ráðningarstofunni mjög alvarlega athugasemd varðandi eignaumsýsluauglýsinguna, fékk þau svör að ég mætti sækja um þó ég uppfyllti ekki sett skilyrði. Það verður náið fylgst með því hver verður ráðinn, enda er það sennilega löngu fyrirfram ákveðið. BG

Baldur Garðarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband