Glæsilegt prófkjör - sigurstranglegur listi

Góð þátttaka í prófkjöri D-listans í Reykjavík hefur skilað glæsilegum og sigurstranglegum lista til borgarstjórnarkosninganna í vor.

Útkoma Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er sérstaklega eftirtektarverð, enda nýtur hún mikils trausts og virðingar, sem borgarstjóri, langt út fyrir raðir D-listans.  Allt yfirbragð á störfum borgarstjórnar hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra, eftir að hún tók við stjórnartaumunum og samvinna meiri- og minnihluta verið með ágætum.

Að öðru leyti er listinn blanda af reyndu fólki og nýju og ákaflega ánægjulegt, hve hlutur kvenna er mikill á listanum.

Í baáttusætum verða hinar mætustu konur, sem vafalaust munu afla listanum mikils stuðnings.

Til hamingju Reykvíkingar með þennan frábæra hóp frambjóðenda.


mbl.is Hanna Birna fékk 84% atkvæða í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrunaflokkurinn sér um sín. Fær tvo menn max.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 23:36

2 identicon

Listinn er ekki slæmur.

Nema sorglegt að sjá eiginhagsmunapólitíkusa sem lifðu á borgarbúum í fullu námi í Skotlandi,  á sama tíma og dregið var úr lánaþjónustu við LIN nema, á lista.

Allir þurfa að þrífa skítinn og ávinna sér traust. Það gerir Sjálfstæðisflokkurinn ekki með Gísla Martein í 5 sæti. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Axel - ég tek undir hvert orð hjá þér -

Hvað varðar dylgjur Arnórs þá ætti hann að kynna sér manninn Gísla Martein - sem m.a. flaug á eigin kostnað 2 í mánuði til þess að sinna skyldum sínum og var hér helming hvers mánaðar - sinnti skyldum sínum umfram æði marga aðra og á t.d. mætingalista var hann næstur á eftir borgarstjóra með bestu mætingu á sama tíma og fulltrúi VG var neðstur á listanum.

Ætli það sé rétt að VG fulltrúinn sé með æviráðningu frá Ingibjörgu Sólrúnu í hverskyns verk sem snúa að dúklögnum og slíku hjá borginni?? Ef svo er - má þá vænta þess að mæting hans þar sé betri en á fundumm borgarinnar?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2010 kl. 01:52

4 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Sæll Axel minn! Alltaf skalt þú sjá bara eitthvað gott við það sem viðkemur flokknum þínum, hversu mislukkað sem það er, eins og þetta hörmulega prófkjör ykkar í Reykjavík var. Þvílík hörmunga þáttakaka, það náðist að eins að draga 6200 flokkssauði í dilkinn ykkar, þrátt fyrir að fjallkóngar flokksins færu dagfari og náttfari um pólitísk holt og hæðir flokkslendunnar hóandi og hringjandi við smölun atkvæða sínum mönnum til handa. 5 tókust á af fullri einurð um annað sætið, og því er þessi þátttaka með ólíkindum rýr í þessu gamla höfuðvígi Íhaldsins, og lofar ekki góðu um framhaldið fyrir ykkur. Auðvitað fékk samverkakona Óskars Bergssonar rússneska kosningu, enda ekkert annað í boði fyrir ykkur í fyrsta sætið, en ekki voru þó allir sáttir! Það er tæplega nægt veganesti fyrir þennan hóp frambjóðenda, að pólitískt einlitir og gagnrýnislausir tilbiðjendur og eilífðaráhangendur flokksins lofsyngi afurð svo stórlega misheppnaðs prófkjörs, meðan hinn almenni kjósandi og skráður flokksmaður, snýr baki við þessu valdabrölti flokksystkyna sinna, og hundsar flokkinn algjörlega, það veit ekki á gott hvað fylgi varðar í komandi kosningum. Eins og gamalgróinn sjálfstæðiskona sagði við mig í gær: " Við erum búin að fá meira en nóg af þessu liði sem tekur flokkinn sinn stöðugt fram yfir allt, nú er nóg komið, þau fá ekki atkvæðið mitt eða míns fólks oftar, ég tek ekki þátt í svona skrípaleik lengur" Axel, hefur flokkurinn ekki alltaf verið með "sigurstranglegan list" þó hann hafi ekki náð meirihluta fylgi í Borginni um langan aldur??

Stefán Lárus Pálsson, 24.1.2010 kl. 16:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, ég er alls ekki sammála þér um þátttökuna í prófkjörinu, hún var vel við unandi.  Öðru, sem þú heldur fram, er erfitt að rökræða, þar sem þetta eru alls kyns fullyrðingar um að þessi eða hinn, hafi sagt eitt og annað.  Um það hef ég engar forsendur til að dæma og tek ekki mjög alvarlega.

Listinn er sigurstranglegur, eins og oftast áður.  Við eigum eftir að sjá lista hinna flokkanna og kosningabaráttan er öll eftir.

Betri borgarstjóra en Hönnu Birnu, hefur Reykjavík ekki átt lengi.  Um það eru flestir sammála, langt út fyrir raðir D-listans.

Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

"Gamalgróin sjálfstæðiskon" - ólyginn sagð mér -

mér er ánægja að því að upplýsa Stefán Lárus um það að þar sem ég var að starfa við prófkjörið í Valhöll sá ég fólk mæta sem hafði haft um það orð að segja sig úr flokknum fyrir u.þ.b. ári síðan - fólk er búið að sjá afleiðingar þess að hafa Sjálfstæðisflokkinn utan stjórnar sem og hitt að Hanna Birna er búin ( ásamt öðrum borgarfulltrúum meirihlutans ) að gjörbylta starfsháttum í borginni og fólk vill hana áfram á stól borgarstjóra.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2010 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband