Fjölmennið á kjörstað

Háværar kröfur eru uppi í þjóðfélaginu um að almenningi gefist kostur á að hafa meiri áhrif á ákvarðanatöku opinberra yfirvalda og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku og að "allt sé uppi á borðum".

Góð leið fyrir almenning til að hafa áhrif, er að taka þátt í prófkjörum sinna flokka og stuðla þannig að lýðræðislegri uppröðun framboðslista.

Í dag fer fram prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík og er þar mikið og gott mannval, sem kjósa skal um.  Erfitt er að gera upp á milli allra þeirra góðu kosta, en víst er að út úr prófkjörinu mun koma sterkur framboðslisti.

Nú mega stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins ekki láta verður eða aðra smámuni aftra sér frá því að mæta á kjörstað og gera þannig prófkjörið að öflugu upphafi baráttunnar fyrir kosningarnar í vor.


mbl.is Prófkjör farið vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband