Ríksútvarpið varð sér til skammar - enn einu sinni

Ríkisútvarpið hefur í gegnum tíðina verið afar hlutdrægt í sínum vinstri boðskap, að ekki sé talað um síðustu mánuði, þar sem málstað Breta og Hollendinga hefur verið haldið stíft að fólki og allt gert til að mála skrattann á vegginn, verði Icesave ólögin felld í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einn og einn starfsmaður RÚV hefur þó staðið sig allvel í sínum störfum og er Sigrún Davíðsdóttir einn þeirra.  Hún hefur verið iðin við að fletta ofan af ýmsum aflandsfélögum útrásartaparanna og öðrum viðskiptum þeirra. 

Nú hljóp hún hinsvegar illilega á sig, þegar hún var að draga nafngreint fólk, allt þingmenn, eða fyrrverandi þingmenn, að ósekju inn í slúðurfrétt um fasteignakaup af Arion banka.

Þrátt fyrir kappsemi einstakra starfsmana, verður RÚV að fara að reyna standa undir nafni, sem hlutlaus fréttamiðill og a.m.k. að falla ekki niður á DV fréttamennsku, sem er á botni slúðublaðamennskunnar.

Fyrir þetta hefur RÚV nú beðist afsökunar og er það vel.

Margt er þó eftir, sem RÚV ætti að skammast sín fyrir.

 


mbl.is Bað þingmenn og sendiherra afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er þetta útvarpið mitt.

Borgarinn (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er bara verið að stríma fréttadeild ríkisÓsóma Íslands RÚV sem þarf að beita stórtækum heilaþvottavélum sínum þegar bullSkýrslan kemur um mánaðarmótin.

Íslenska mafían er að taka þá Ítölsku í nefið, enn eitt heimsmet hjá okkur Íslendingum, heimsmeistarar í spillingu og þá er Afríka og Suður-Ameríka talin með. Við erum bestasta þjóð í heimi . . .

Axel Pétur Axelsson, 22.1.2010 kl. 21:59

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég verð að segja að ég fann virkilega til með Sigrúnu Davíðsdóttur í gær þegar hún flutti "afsökunarfréttina"  Ég man ekki eftir að hafa heyrt jafnlanga frétt áður á neinum fjölmiðli þar sem tilefnið er að biðjast afsökunar á fyrri fréttum.   Margir einstaklingar hafa mátt þola afar harkalegar og órökstuddar árásir á sig vegna mála sem síðar reyndust ekki réttar.  Sjaldnast eru þessir einstaklingar beðnir afsökunar og ef það er gert þá er það gert í örfáum sekúndum og helst í hálfum hljóðum.

Hitt er annað mál að þarna fór RUV niður á æsifréttamennskustigið með upphaflegri frétt og það á ekki að vera hlutverk fréttastofu RUV.  Þar á bæ eiga menn að koma með vandaðar, hlutlausar og réttar fréttir, en ekki vera í einhverju æsifrétta kapphlaupi.

Hið góða við upphaflegu fréttina var það að hún var ákveðin aðvörun til stjórnmálamanna að nú verður fylgst með því hvaða "hræætur" munu nýta sér ástand mála og sitja að bestu molunum úr eignasöfnum bankanna.  Þar er að myndast mikil spilling og fáeinir aðilar sem m.a. stóðu að útrás bankana búnir að koma sér í góðar stöður og aðstöðu.

Mér varð hins vegar hugsað til þess í gær þegar "afsökunarfréttin" kom hvort samskonar frétt hefði verið flutt ef aðrir en þingmenn hefðu verið til umfjöllunar ?

Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband