Mestir, bestir og hraustastir

Björn Zoega, forstjóri Landspítala, segir að starfsfólk spítalans hafi ekki verið eins veikt á síðasta ári og það var árin þar á undan.  Þetta hljóta að teljast góð tíðindi, því á flestum sjúkrahúsum eru það yfirleitt sjúklingarnir, sem eru veikir, en ekki starfsfólkið.

Ekki er nóg með að starfsfólkið verði hraustara og hraustara með hverju árinu sem líður, því stefnt er að því að sjúkrahúsið sjálft verði með hraustustu sjúkrahúsum á norðurhveli jarðar, eða eins og forstjórinn segir:  "Markmið Landspítala sé að verða meðal bestu háskólasjúkrahúsa í Norður-Evrópu og vera áfram leiðandi í vísindarannsóknum."

Ekki er að spyrja að því, að við Íslendingar erum alltaf mestir, bestir og hraustastir.

Miklir menn erum vér, Hrólfur minn, sagði karlinn.


mbl.is Minni veikindi starfmanna Landspítala á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ég gæti best trúað að menn mæti lasnir í vinnuna og bíti á jaxlinn.Atvinnuástandið er slæmt og fólk er hrætt.

Hörður Halldórsson, 22.1.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband