Enga milligöngu Jóns Baldvins, takk

Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið einn allra dyggasti málsvari Breta og Hollendinga hér á landi í deilunni um Icesave skuldir Landsbankans og hefur barist grimmilega fyrir því í ræðu og riti, að Íslendingar verði hnepptir í skattalega ánauð þessara þjóða til næstu áratuga.

Nú þykist hann þess umkominn, að útvega sáttasemjara í deiluna og hefur haft samband við forseta Eistlands í þessu skyni og hann lýst sig reiðubúinn til starfans.  Þó Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlans sé vafalaust hinn mætasti maður, dugar aðkoma Jóns Baldvins til þess að útiloka hann frá nokkrum afskiptum af málinu.

Hvernig skyldu útskýringar Jóns Baldvins á málinu hafa verið, þegar hann setti sig í samband við forseta Eistlands?  Dettur einhverjum í hug, að hann hafi útskýrt lagalegan rétt Íslands í málinu?  Í öllum sínum málflutningi hefur Jón Baldvin alltaf talað fyir "réttindum" kúgaranna og sagt að Íslendingar verði að standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar, sem löngu er sannað, að engar eru.

Sigurðu Líndal hefur lýst því, að Jón Baldvin hiki ekki við að beita blekkingum í málinu og allir helstu lagaspekingar landsins, ásamt erlendum sérfræðingum, hafa flett ofan af svikamálflutningi hans.

Öll aðkoma Jóns Baldvins að málinu, væru svik við málstað Íslands og verða aldrei liðin.


mbl.is Ilves tilbúinn í milligöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband