21.1.2010 | 20:16
Ekki róttækar aðgerðir
Ríkisútvarpið hefur verið rekið með miklu tapi undanfarin ár, meira að segja í "góðærinu", þrátt fyrir milljarða fastar áskriftartekjur og auglýsingatekjur að auki. Alltaf eru boðaðar aðhaldsaðgerðir, en aldrei hefur bólað á bættri rekstrarniðurstöðu.
Nú eru boðaðar uppsagnir 15-19 starfsmanna úr nokkur hunduð manna starfsliði og það kallaðar róttækar niðurskurðartillögur. Miðað við það, sem fram kemur í fréttinni munu þessar sparnaðaraðgerðir koma illa niður á besta þætti sjónvarpsins, þ.e. Kastljósi.
Það verður að teljast hálf undarlegt, að forgangsraða ekki á annan hátt, því þarna á greinilega að segja upp nokkrum af þeirra bestu spyrlum í þættinum.
Það verður sjónarsviptir af þessum konum úr Kastljósinu og spurning hvort hvergi var hægt að spara, frekar en þarna.
Margir missa vinnuna á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú gleymir því að Jóhanna og Elín eru með XD stimpil á sér - og þá skiptir hitt engu máli - góður spyrill góður frétta og þáttagerðarmaður - = aukaatriði
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.1.2010 kl. 20:32
bara vona að þeir reki Adolf inga.. Verri íþróttafrétt mann er ekki hægt að finna
elvar (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:36
Þú verður að átta þig á því að fyrir stuttu (í enda ársins 2009) voru 40 starfsmenn Ríkisútvarpsins reknir og þessar uppsagnir eru viðbót. Nú hafa um 60 starfsmenn Ríkisútvarpsins misst vinnu sína og enn fleiri hafa þurft að minnka við sig vinnu. Ég get fullvissað þig um það að hjá Ríkisútvarpinu vinnur enginn óþarfa verk. Eitt sem þú verður að athuga að það sem landsmenn borga árlega til Ríkisútvarpsins skilar sér ekki allt þangað. Ríkisútvarpið hefur alls ekki fengið þá peninga sem ríkið lofaði þeim að fá og menntamálaráðherra hefur einnig svikið þá um pening.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:37
Ingibjörg, ef ég man rétt, þá verður álagt útvarpsgjald um 3,5 milljarðar króna á þessu ári og þar af ætlar ríkissjóður að klípa 250 milljónir, sem hálfgerða endurgreiðslu á því, sem útvarpið fór fram úr fjárlögum í fyrra.
Hvernig sem því er varið og enginn er að vinna óþarft verk, þá verður greinilega að fækka þörfu verkunum, til þess að láta enda ná saman. Það er ekki viðunandi, að ríkisútvarpið sé rekið með halla upp á eina milljón á dag, ár eftir ár. Nú er greinilega komið að skuldadögunum.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 20:43
Nær væri að losa sig við Spegilfréttamennina, ekki þungavigtarmenn í fréttaflutningi.
Vaninn er að losa sig við þá ónothæfu.
Hörður Einarsson, 21.1.2010 kl. 20:44
Einnig hefði mátt henda út Bubba og fleirum líkum, ekki þungavigtarfólki og lykilstarfsmönnum
GAZZI11, 21.1.2010 kl. 20:59
Það má ekki henda Bubba, hann er svo góður vinur Palla. Plús það, þá á vinurinn (Bubbi) svo lítið sem ekkert.
Gunni (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 21:19
Ekki trúir maður, að eingöngu sé verið að segja upp besta fólkinu. Speglararnir, Bubbi og fleiri nöfn minni spámanna hljóta að fljóta þarna með.
Ef hugmyndin er að halda t.d. Speglinum, en eyðileggja Kastljósið, þá er eitthvað mikið að í stjórnun RÚV.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 21:21
Í "góðærinu" var slegist um "fræga" fjölmiðlamenn og keppst um að yfirbjóða þá. Þar á meðal voru fræg skipti á Loga Bergmann yfir á Stöð2 og Þórhalli og Jóhönnu þaðan yfir á RUV og fjölmargt fleira var í gangi. Því miður hafur RUV ekki frekar en aðrir fjölmiðlar staðið sig nógu vel í fréttaskýringum og því að kafa vel ofan í mál og fjalla um þau af þekkingu. Inn á fjölmiðlana þarf fólk með þekkingu og reynslu og fólk sem er í óháðri fréttamennsku, en samt alvallt gagnrýnið og aðgangshart (samt á sanngjarnan hátt og af þekkingu á málefninu) gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnendum fyrirtækja og félagasamtaka. Því miður er væntanlega "bara" verið að skera niður hjá RÚV en ekki "endurskipuleggja" sem full þörf hefði verið á.
Hitt er annað mál að það er eftirsjá í mörgu góðu fólki sem sagt hefur verið upp og aldrei gott þegar fólk missir vinnu sína í hvaða grein sem er.
Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 22:45
Spegillinn er bráðnauðsynlegur og góður fréttaþáttur það hlýtur eitthvað annað að mega fara á undan honum.
Ingólfur Víðir Ingólfsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 23:01
Þessi frétt sýnir hversu mikil hræsnin er í þessum hreinsunum. Ef Páll Magnússon hefði fengið að taka poka sinn hefði verið hægt að segja upp mun færri. Í raun er ég hissa ef hann fær ekki að fjúka líka en svona er þetta nú.
Eirikur (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 01:07
Spegillinn er fyrirtaks fréttaskýringaþáttur. Mikilvægt að halda honum.
Hins vegar mætti að ósekju leggja Rás-2 niður eins og hún leggur sig. Engin ástæða til að slík léttmetisstöð sé í opinberum rekstri.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 08:32
Speglinum þarf að minnsta kosti að breyta úr einhliða áróðursþætti stjórnenda hans í hlutlausan fréttaskýringarþátt.
Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2010 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.