21.1.2010 | 12:59
Fegrunaraðgerðir á leyndum líkamspörtum
Lengi hefur tíðkast að fólk fari í lýtaaðgerðir á ýmsum líkamspörtum eftir slys, eða vegna meðfæddra útlitsgalla. Þetta eru auðvitað nauðsynlegar aðgerðir, bæði til bætts útlits og andlegrar vellíðunar fyrir viðkomandi einstakling.
Smátt og smátt hefa alls kyns fegrunaraðgerðir rutt sér til rúms, aðallega vegna þess að sumt fólk er ekki sátt við útlit sitt, t.d. finnst því nefið of stórt, eða lítið, brjóst ekki í laginu eins og því finnst, að þau ættu að vera, fitusog, botoxsprautur o.s.frv.
Nú síðast eru fegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna farnar að ryðja sér til rúms, þrátt fyrir að þeim fylgi áhætta á alls kyns aukaverkunum og bæti kynlíf alls ekki neitt, að sögn sérfræðinga. Það sem vekur upp spurningu í þessu sambandi, er hver dæmir og hvernig þessi "fegurð" er metin. Í þessu efni sem öðrum, er smekkurinn misjafan.
Svona aðgerðir hljóta að vera hámark hégómleikans og firringarinnar.
Fegurðin er einungis í auga þess, sem sér.
Fjölgun aðgerða á kynfærum varasöm þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allrosalegt. Hérna held ég að feðraveldið sé rækilega búið að ná tangarhaldi á konum - farnar að fyrirverða sig fyrir útlit kynfæranna. Hvaða öfl eru eiginlega að verki sem koma inn þeim hugmyndum hjá konum að vera ósáttar við fyllilega heilbrigð kynfæri? Klámvæðingin líklega. Hún er afsprengi karla(ó)menningar. Og síðan léleg sjálfsmynd - sem við erum jú alltaf að berjast við, karlar sem konur. Vonandi nær þessi umræða flugi svo að væntanlegir "sjúklingar" fái að heyra og taka þátt í gagnrýnni umræðu um þetta. Kannski yrði það til að bjarga tvítugri stelpu frá limlestingum. Ég veit ekki hvað annað á að kalla svona. Lýtaaðgerðir að sjálfsögðu annar handleggur eins og læknirinn bendir á.
Steini (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:02
Ekki held ég nú að þetta sé "feðraveldinu" að kenna, því þessar kynfærafegranir eru að koma upp, með auknu frelsi kvenna á öllum sviðum, þ.m.t. frelsinu til kynlífs utan hjónabands. Þar sem feðraveldið er sterkast eru konur ennþá umskornar og það er nú aldeilis ekki nein fegrunaraðgerð.
Sjálfsagt á klámvæðingin sinn þátt í þessu og líka alls kyns staðalímyndir af konum, sem haldið er að fólki í slúðurblöðum og -dálkum. Efla þarf umræðu um að allir séu sérstakir og hafi sín einkenni, útvortis sem innvortis, og það sé hið eðlilega.
Spéhræðsla og feimni getur verið mikið böl.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 14:17
Hm..... frelsi til kynlífs utan hjónabands???
Er það nú eitthvað nýtt?
Anna Guðný , 21.1.2010 kl. 14:44
Anna, það var nú litið öðruvísi á kynlíf utan hjónabands, sérstaklega kvenna, en gert er nú til dags. Það var nú ekki fyrr en með "pillunni" og 68kynslóðinni, sem frjálsar ástir urðu "viðurkennt" athæfi.
Enn eymir þó eftir af gömlum fordómum, því eins og allir vita er oft talað öðruvísi um kvenfólk, en karlmenn, sem stunda óheft kynlíf með nánast hverjum sem er.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 14:53
Fyrirgefðu Axel, ég misskildi þig víst. Tók því fyrst að þú meintir að konur í hjónabandi hefðu frelsi til að stunda kynlíf utan hjónabands. Var ekki alveg að kaupa það.
En þú meintir auðvitað ógiftar konur, ekki satt?
Anna Guðný , 21.1.2010 kl. 15:21
Anna, jú ég meinti að ógiftar konur hefðu frelsi til að stunda kynlíf utan hjónabands. Giftar hafa auðvitað fullt frelsi til að stunda kynlíf innan hjónabands, sem og karlar líka og ættu auðvitað að láta það duga, þ.e.a.s nema bæði séu sátt við annað fyrirkomulag.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 16:17
Ég sé lítinn mun á þessu og umskurði. Þetta er það sem ég kalla bernskudýrkun, konur halda að karlar vilji hárlaus og skapabarmalaus kynfæri, líkt og telpur á aldrinum 0-6 ára eru með.
Vilja karlmenn það? Ef svo ólíklega vill til er mér nákvæmlega sama og legg ekki lag mitt við slíka pedófíla...
Hildur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 18:44
Hildur, ég neita að trúa því, að karlar vilji almennt hárlaus og skapabarmalaus kynfæri. Það geta ekki verið nema barnaníðingar, sem hafa slíkan smekk.
Ég trúi vel, að þú viljir ekkert með slíka pedófíla hafa, enda væri slíkur smekkur hrein brenglun.
Ef þetta er hluti af æskudýrkuninni, verður að berjast gegn henni með öllum ráðum.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 18:50
Æskudýrkun er allt of 'gamalt' sko. Æskan er frá 16-24 ára. 16 ára stelpur eru yfirleitt byrjaðar á túr og með hár á píkunni (vona að enginn sjokkerist þó ég noti stolt orðið píka).
Það var nú samt ungur maður með voða fyndið uppistand um daginn og sagði: 'Stelpur, þið sem eruð með píkuhár... hver haldiði að VILJI ykkur. Í alvöru talað!?'
Ég segi bara á móti: 'Er ekki voðalega sick að vilja líkama sem líkist 4 ára börnum sem eru samt með brjóst og yfir 160 cm á hæð?'
Axel, þú meinar mjög vel en menn af yngri kynslóðinni hugsa margir svona. Því miður. Ég er 21 árs og veit þetta alveg.
Hildur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:20
Ég verð að segja, að ég er gáttaður á þessum "brandara" uppistandarans og trúi varla að einhver raunveruleg meining hafi verið í þessu hjá manninum. Hann hlýtur að hafa haldið, að þetta væri fyndið.
Ef ungir menn hugsa virkilega svona, þá er eitthvað mikið orðið að hugsanahætti unga fólksins, ekki síst, ef stelpurnar láta slíkan hugsanahátt karla hafa áhrif á sig.
Auðvitað er það sjúklegt, ef karlar vilja að konur hafi píku sex ára krakka, en brjóst og aðra likamshluta fullorðinnar konu.
Konur verða að taka sig saman og kæfa þessa brenglun í fæðingu og þá þýðir náttúrlega ekki að sýna neina feimni, við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, í þessu tilfelli píkuna.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 19:52
Í sundi og ræktinni eru ýmsar gerðir ungra kvenna, flestar með snyrt píkuhár, margar hreinlega með engin og svo er að verða algengara að sjá sköp sem búið er að skera... Hef reynar séð það afar sjaldan!
En margar, líklega helmingur, er a.m.k. með eitthvað af hárum og óskemmda skapabarma. Þetta er auðvitað lítill hluti sem lætur klám heilaþvo sig.
Í sambandi við uppistand unga mannsins, jú þetta var grín. Líklega sprottið af lágu sjálfsáliti hans, hugsanlega verið hafnað af nokkrum alvöru konum!
Hildur (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 21:09
Ég held að fólk almennt hafi ekki fengið nógu mikla kynfræðslu í grunnskóla. Í kynfræðslutíma í grunnskóla kannast margir við að hafa fengið að sjá hinn og þennan liminn og píkuna með verstu hugsanlegu myndum af hinum og þessum kynsjúkdóminum sem fundust á netinu eða í bókum. Ekki margir ef einhverjir fengu raunverulega að sjá eða heyra hvað væri "eðlilegt" og hvernig kynfærin eru af mörgum stærðum og gerðum og hvernig kynfærin okkar breytast með aldrinum í gegnum allt lífið.
Sigríður Dögg sexolog sem hélt fyrirlestur á málþinginu talaði einmitt um það að hugsanlega lægi rótin þarna. Konur hefðu einfaldlega ekki nógu góðan samanburð.
Einn af fáum stöðum þar sem hefur verið hægt að virða fyrir sér kynfæri karla og kvenna er í klámi eða erótík þar sem kynfærin hafa verið skrípgerð og raunveruleikinn brenglaður, ýktur og hálfsúrrealískur. Fólk gerir sér yfirleitt með almennri skynsemi grein fyrir því hvað er raunverulegt og hvað er sýndarveruleiki en það getur hinsvegar verið erfitt þegar það er enginn almennilegur samanburður. Þarna geta einhverjir séð sér leik á borði. Það er líklegt m.t.t. til þeirra hagsmuna sem sumir lýtalæknar hafa af þessu að sumir gefi skekkta mynd af því hvað telst vera eðlilegt. Þannig sé alið á fávisku og lélegri sjálfsmynd. Það er ein möguleg ástæða fyrir fjölgun þessara aðgerða. Þ.e. markaðssetning ákveðinna lýtalækna á aðgerðinni t.d. með aðstoð raunveruleikaþátta en einnig að þarna er komin "lausn" á upplifðu vandamáli sem konur kannski vissu áður ekki að væri hægt að fá.
Annað áhugavert í fyrirlestri Sigríði voru tvær myndir sem hún sýndi af sköpum kvenna eins og þær koma fyrir sjónir í kennslubókum. Þar voru sköpin nánast hárlaus og innri skapabarmarnir frekar stuttir. Þar kom hugmyndin varla frá kláminu. Hluti af ástæðunni liggur vísast í því að á myndinni sjáist sem mest í einu af sköpunum. Þetta er hugsanlega einnig ein af þeim heimildum sem konur leita í til að bera sig saman við.
Það þýðir ekki að fara alltaf í þau hjólför að þetta sé "karlmönnum að kenna og þeirra feðraveldi." Þeir hafa líka sína komplexa og kannski er óþarfi að tileinka tilvist lélegrar sjálfsmyndar og ástæður þess aðeins öðru kyninu. Punkturinn er að sennilega liggja margar ástæður að baki þessu fyrirbæri. Önnur ástæða sem bar líka á góma og mig langar að minnast á tengist í raun öllu ofannefndu á einn eða annan hátt en það er fyrirbærið tíska.
Már Egilsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 21:23
Í sjálfu sér er kannski í lagi, að brúskarnir séu snyrtir, en ekki finnst mér eðlilegt að raka alveg allt af. Ennþá síður finnst mér, að um þetta þurfi að gilda einhver tíska, í þessu eins og flestu öðru, er fjölbreynin eðlilegurst.
Þetta, með skornu skapabarmana, skil ég bara alls ekki. Varla eru karlmenn að hvetja kærusturnar sínar til slíks, nema þeir séu þá eitthvað dularfullir í höfðinu.
Konur, sem gera þetta, hljóta að glíma við afar brenglaða sjálfsmynd.
Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 21:30
Mér finnst þetta samt mjög skiljanleg tíska. Þetta er ekkert nema minnimáttarkennd á útlit sitt. Karlar eru líka svona, vilja fá stærri og afkastameiri lim.
Tíska er nátturulega um allt sem tengist útliti.
En hinsvegar er spurning hvor fólkið fer í svona aðgerð fyrir sjálfan sig eða fyrir aðra. Mér finnst að ef það er að gera þetta á annað borð þá fyrir sjálfan sig en ekki fyrir aðra.
Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.