Við kaupum

Norskur maður, Pal Ringholm, fjallar í pistli um heimsókn sína í íslensku bankana fyrir nokkrum árum, þar sem ungur aldur bankamannanna vakti sérstaka athygli hans.

Hann gerir grín að reynsluleysi ungu mannanna, en þeim fannst bara skemmtilegt, hvað ungt fólk fékk góð tækifæri í íslenska fjármálakerfinu.  Pal fannst það líka skemmtilegt, en ekki skynsamlegt, enda áttu þau skemmtilegheit eftir að verða dýrkeypt.

Góð lýsing á hugsunarhætti banka- og útrásarunglinganna kemur fram í pistlinum, sem hljóðar svo, samkvæmt fréttinni:  "Rinholm gerir einnig grín að áhættusækni og útrásarþrá Íslendinganna, og segist í einni heimsókninni hafa verið látinn lofa því að láta þá vita ef eitthvað væri til sölu í Noregi - þeir myndu kaupa það!"

Væntanelga hafa þeir ekki látið þess getið, að þeir myndu taka lán fyrir öllu saman og rústa síðan fyrirtækjunum með útgreiðslu alls eigin fjár þeirra í formi arðs til sjálfra sín.

Þetta er sorgleg gamansaga.


mbl.is Reynslulausir íslenskir bankamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Hún verður þjóðinni dýr "salan" á Landsbankanum til mannanna í talsambandi við flokkinn!

Auðun Gíslason, 20.1.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðunn, jafnvel ofsaöfgamaður eins og þú, þekkir varla alla glæpamenn í sjón, þannig að þú gætir varað þig á þeim, ef þeir reyndu að blekkja þig, eða svíkja.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2010 kl. 19:22

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég þekki í sjón þessa menn, sem voru í svo góðu talsambandi við FLokkinn!  Bekkjarbróðir Kjartans og kom nokkrum sinnum inná heimili Björgólfs hér á árum áður!  Er það ekki nóg?  Að þekkja þá í sjón?

Auðun Gíslason, 21.1.2010 kl. 01:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú hefur greinilega verið í "góðum" félagsskap á þínum yngri árum og ekki hefur hann lagast með árunum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband