Réttlætið sigri að lokum

Þó það tæki allt að þrem árum, að útkljá Icesave deiluna fyrir dómstólum, er það ekki langur tími fyrir réttlætið að ná fram að ganga, því "samningurinn" gerir ráð fyrir óréttlæti og áþján í áratugi.

Nánast öruggt er, að báðir aðilar, þ.e. íslenska ríkisstjórnin, Bretar og Hollendingar munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að forðast dómstólaleiðina, því líklegast er að leynisamningarnir, sem ekki hafa verið birtir ennþá, geri ráð fyrir að ESB yfirtaki samninginn, þegar Íslendingar verði búnir að samþykkja inngöngu í stórríkið, en um það var bloggað í gær, sjá hérna

Það er skýlaus krafa kjósenda, að allt verði uppi á borðum og öll gögn, varðandi Icesave málið, verði lögð á borðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, þar með taldir allir leynisamningar, sem ekki hafa verið birtir ennþá.  Líklegast er, að vegna þessara "hliðarsamninga" verði allt gert, sem mögulegt er, til þess að komast undan kosningunni, því úrslit kosninganna myndi setja ESB ráðabruggið í uppnám.

Það er enn ein ástæðan fyrir því, að nauðsynlegt er að NEI þjóðarinnar verði sem stærst þann 6. mars n.k.


mbl.is Icesave tæki eitt til þrjú ár fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband