Miklir menn erum vér

Jón Ásgeir er ekki aldeilis af baki dottinn og berst nú með kjafti og klóm fyrir niðurfellingu stórs hluta skulda 1998 ehf. til þess að geta náð aftur yfirráðum yfir Högum hf.

Til réttlætingar þess að hann og félagar fái fyrirtækið á silfurfati, segir hann:  „Ég held að þessi hópur sem gerir tilboðið – lykilstarfsmenn, Jóhannes og Malcolm Walker – sé best fallinn til þess að reka félagið og greiða upp skuldir þess. Í þessum hópi eru bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi.

Ekki verður annað sagt, en að hann sé gamansamur, hann Jón Ásgeir, því þessir bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi, fóru í gífurlega útrás með verslunarrekstur sinn og hafa tapað hundruðum, eða þúsundum, milljarða króna á því ævintýri öllu og líklega ekki eitt einasta íslenskt eða erlent félag, sem þeir hafa yfirráð ennþá.

Í þessum úrdrætti fréttarinnar á mbl.is lætur Jón Ásgeir líta út fyrir að hann sjálfur komi hvergi nærri þessu "tilboði" í Haga, heldur séu þar á ferð snillingarnir Jóhannes Jónsson og Malcolm Walker.  Í heildarfréttinni í Mogganum, mismælir Jón Ásgeir sig hinsvegar a.m.k. tvisvar, þegar hann segir "við", þegar hann talar um mestu snilligna verlunarsögu landsins.

Já, miklir menn erum vér.

 


mbl.is Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Glæpamaður samtímans á að fara á bak við lás og slá strax.

Sigurður Haraldsson, 16.1.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband