15.1.2010 | 15:35
Hvernig hljóðar skipunarbréfið?
Það er gott og blessað, að hafa tilbúna þverpólitíska samninganefnd, sem hefði það hlutverk að ganga frá Icesave málinu, eftir að búið verður að fella núgildandi lög úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mikið óráð er hinsvegar, að fara af stað í samningaviðræður fyrir atkvæðagreiðsluna, því samningsstaðan verður því betri, eftir því sem lögin verða felld með glæsilegri hætti.
Aðalatriðið í málinu er, að skipunarbréf og markmið nefndarinnar verði skilgreint á vandaðan hátt, strax í upphafi, því Svavarsnefndin fór með tiltölulega opið umboð til samningaviðræðna við Breta og Hollendinga og fékk útreið, frá andstæðingunum eftir því. Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson létu þrælahöfðingjana komast upp með hreina fjárkúgun, enda nenntu þeir ekki að standa í neinu þrasi um málið, eins og Svavar hefur sjálfur sagt.
Markmið nefndarinnar getur aldrei orðið annað, en að fá fulla viðurkenningu á því að "alþjóðlegar skuldbindingar" íslenskra skattgreiðenda séu engar, enda er það í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB.
Til þess að sýna baráttuvilja þjóðarinnar fyrir réttindum sínum, verður útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslunni að vera eitt stórt NEI.
Þverpólitísk nefnd um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórnin og stjórnarliðar með Steingrím og Jóhönnu í fararbroddi, vilja ekki að betri samningur náist eftir allar stóru lygarnar og fullyrðingarnar sem þau hafa látið frá sér fara allt frá að Svarssamningurinn glæsilegi leit dagsins ljós. Þau hafa alla tíð fullyrt að samningaviðræður eru ógerlegar og mótaðilarnir myndu ekki samþykja slíkt. Um leið og betri samningur hefur náðst, geta þau kysst stjórnina í landinu bless. Þau gera sér líka best grein fyrir að þau og flokkarnir þeirra fengju enn verri útreið í næstu kosningum fyrir bragðið. Þess vegna verður allt reynt til að eyðileggja samningsmöguleika Íslands og gengið fram að enn meiri hörku að starfa að hagsmunum Breta og Hollendinga, bak við tjöldin og stjórnarandstöðuna. Á nákvæmlega sama hátt og þau gerðu þegar Icesave 2 fyrirvaranir voru samþykktir af einfeldningum stjórnarandstöðunnar, og stjórnarliðar sviku allt sem hægt var að svíkja. Steingrímur og Jóhanna sögðu bæði ósatt þá að allir fyrirvararnir væru innan Icesave 1 samningsins og yrðu samþykktir af Bretum og Hollendingum. Auðvitað stóðst það ekki. Það var eftir öðru sem þessar marklausu manneskjur hafa látið frá sér fara í flestu sem þau hafa komið nærri. Eini möguleikinn ef reynt verður að semja, er að senda algerlega pólitískt óháða samninganefnd skipuðum hæfustu mönnum, innlendum og eða erlendum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.