Evrulönd - víti til að varast

Matsfyrirtækið Moody's telur að Grikkland og Portúgal standi frammi fyrir hægum dauðdaga vegna mikils halla á ríkisfjármálunum og að þau gætu lent í því að þurfa að hækka skatta, sem aftur myndi að lokum ganga endanlega af efnahagslífinu dauðu.

Margt af því, sem fram kemur í umsögn Moody's um þessi lönd, er hægt að heimfæra beint á Ísland, t.d. þetta: "Segir að samkeppnisstaðan sé líkleg til að leiða til æ versnandi efnahagsástands og minnkandi skatttekna, ef ekki verður gripið í taumana sem fyrst. Afleiðing af því yrði svo sú að sífellt stærri hluti þjóðarframleiðslu ríkjanna færi beint í vasa erlendra lánardrottna, einkum ef erlendir fjárfestar fara að krefjast hærri vaxta á ríkisskuldabréf Grikklands og Portúgals. Ríkisstjórnirnar myndu þurfa að bregðast við þessu með aukinni skattheimtu, sem aftur gæti kæft fjárfestingu og hagvöxt og ýtt undir fólksflótta.

Yfir lengri tíma myndi þessi þróun valda hægum dauðdaga hagkerfanna tveggja."

Íslendingar eru þegar komnir í þessa stöðu og ríkisstjórnin hefur auðvitað brugðist við því, þvert á viðvaranir Moody's, með algeru skattahækkanabrjálæði, sem mun að sjálfsögðu valda hægum dauða hagkerfisins.

Um hallann á ríkisrekstri Grikklans og opinberar skuldir, segir þetta:  "Halli á ríkissjóðnum nam 12,7 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra og opinberar skuldir eru tæplega 115 prósent af VLF. Reglur evrusvæðisins segja hins vegar að aðildarríki eigi að halda fjárlagahalla innan þriggja prósenta af VLF og opinberum skuldum innan sextíu prósenta af VLF."

Þessar tölur eru sláandi líkar þeim íslensku, en við þetta bætast skuldir einkageirans, en um þær er ekkert sagt, varðandi Grikkland, en vitað er að þær íslensku eru gríðarlegar.  Munurinn er einnig sá, að Íslendingar hafa þó traustann útflutning, sem stendur vel, vegna sérstaks íslensks gjaldmiðils, en Grikkir og Portúgalar eru í hengingaról Evrunnar.

Það, sem er sýnu alvarlegast hérlendis, er skattahækkanabrjálæðið og getuleysis við að koma atvinnuvegunum í gang aftur og minnka þannig atvinnuleysið.

 


mbl.is Standa frammi fyrir hægum dauðdaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband