Ástandið versnar stöðugt

Atvinnuleysið eykst enn hér á landi og ekkert bólar á ráðstöfunum af hálfu hins opinbera til þess að reyna að koma atvinnulífinu á lappirnar aftur.  Þvert á móti hafa stjórnvöld barist af hörku gegn allri þeirri atvinnuuppbyggingu, sem í farvatninu hefur verið, svo sem í raforkuuppbyggingu, stóriðju og gagnaverum.

Nú eru um 12.000 manns atvinnulausir og áætlað að þeim fari fjölgandi eftir því sem líður á árið.  Alvarlegast er að 16,1% ungs fólks á aldrinum 16-24 ára er atvinnulaust og er þessu fólki hættast að festast í langtímaatvinnuleysi og jafnvel komast aldrei út á vinnumarkaðinn. 

Sá sem elst upp í þeim veruleika að fá enga vinnu á unga aldri, á það á hættu, að ná aldrei neinum tengslum við atvinnulífið og lenda í því auma hlutskipti, að vera á bótum allt lífið.  Erlendis eru að vaxa úr grasi önnur og þriðja kynslóð atvinnuleysingja, með öllum þeim félagslegu vandamálum, sem því fylgja, að ekki sé talað um jarðveg öfga- og hryðjuverka, sem þessar aðstæður skapa.

Ríkisstjórnin, sem öll hefur verið lömuð vegna Icesave, verður nú að skipta liði og hluti hennar, sérstaklega þeir ráðherrar, sem með atvinnumál fara, verða að fara að snúa sér að því að leysa úr þeim málum, sem gætu orðið til þess að fækka á atvinnuleysisskránni.

Ekki er nóg að setja alla þá sem atvinnulausir eru á einhver námskeið, svo góð sem þau eru. 

Það þarf að skapa atvinnulífinu grundvöll til að starfa á, en ekki drepa allt niður með skattahækkunarbrjálæði.


mbl.is 12 þúsund án atvinnu undir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Reyndar er ríkisstjórnin búin að vera dugleg í því að auka atvinnuleysið með skattahækunum.

Heimilin hafa minna fé vegna aukinna skatta , þau kaupa minna, verslanir segja upp fólki vegna minni veltu og framleiðendur segja upp fólki vegna minni framleiðslu. Niðurstaðan er að fleiri fara á atvinnuleysiskrá hjá ríkinu. 

The Critic, 13.1.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband