Ætlar Arion banki að borga brúsann?

Nú eru íslenskir útrásarvíkingar orðnir að sjakölum, sem leggjast á rotnar leifar þeirra fyrirtækja, sem þeir sjálfir lögðu að velli, en á kostnað allra annarra en þeirra sjálfra.

Jón Ásgeir, ásamt fleiri sjakölum, er nú kominn á kreik enn einu sinni og nú á að leggjast á ýmis þrotabú, sem hann og félagar ráku í þrot á sínum tíma og vilja nú eignast á ný, fyrir brot af raunvirði, eftir að hafa látið lánadrottna sína, þ.m.t. Landsbankann, tapa tugum milljarða á brambolti sínu. 

Allar afskriftir af útlánum Landsbankans lenda að lokum á íslenskum skattgreiðendum í formi hærri greiðslu af Icesaveskuldum, þar sem sífellt minna fæst fyrir eignasafn bankans, sem fólki hefur verið talið trú um, að innheimtast eigi.

Sami Jón Ásgeir bíður nú eftir formlegri niðurfellingu allt að 50 milljarða króna hjá Arion banka, vegna félagsins 1988 ehf., en það er forsenda þess að hann geti haldið Högum áfram innan fjölskyldunnar, en það finnst Arion banka verða afar mikilvægt og næg réttlæting fyrir niðurfellingu tugmilljarða skulda.

Gangi það eftir, má líta svo á, að hræætan Jón Ásgeir, gæði sér á krásunum í boði Arion banka.


mbl.is Bjóða lítið í mikil verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sem áður kemur svo mjög undarlega fyrir - eftirlitslausir viðskiptahættir og eiginlega skrítið að svona siðferði sé látið viðgangast - fá menn aftur og aftur "prókúru", sitja í stjórnum oþh þrátt fyrir gígantískt brenglað siðferði undanfarinna missera

í krafti auðsins þá virðast sumir sleppa betur en svo margir aðrir

Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband