7.1.2010 | 11:48
Ólína blekkir kjósendur
Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa ruðst fram á ritvöllinn, eftir synjun forsetans, og hvetja til þess að væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla verði notuð til einhverskonar einvígis milli ríkisstjórnarnefnunnar og forsetans, þ.e. ef kjósendur staðfesta lögin, verði forsetinn að segja af sér, en ef þjóðin felli lögin úr gildi, þá verði ríkisstjórnin að segja af sér.
Vegna þessarar ótrúlegu framsetningar þessara stjórnarþingmanna á því hvernig eigi að túlka kosningaúrslitin, eru farnar að renna tvær grímur á ýmsa vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það á bæði við marga þingmenn og ekki síður alla þá, sem hvorki eru fylgismenn forsetans, né ríkisstjórnarnefnunnar. Þannig þenkjandi fólk neyðist til að sitja heima, til þess að verða ekki bendlað við þann hráskinnaleik, sem Samfylkingin ætlar að leika í þessu sambandi.
Nær væri fyrir Ólínu og félaga hennar, að hvetja til málefnalegrar umræðu um sjálft málefnið, sem er þrælasamningurinn, sem Ólína hefur verið einn ötulasti talsmaðurinn fyrir og ætti því að geta tekið þátt í slíkri umræðu og ætti alls ekki að afvegaleiða hana, vegna nýtilkomins haturs á Ólafi Ragnari.
Þetta er ástæðan fyrir því, að m.a. Pétur Blöndal telur farsælla að reyna samningaleiðina til þrautar, áður en til kosninganna kæmi, því fyrirséð er að Samfylkingin ætlar að gera allt sem hún getur, til að eyðileggja atkvæðagreiðsluna.
Samfylkingin ætti að koma sér upp úr drullupollinum, sem hún hefur verið að veltast í, og ganga fram á snyrtilegan hátt við að vinna málstað íslensku þjóðarinnar fylgis á erlendum og innlendum vettvangi.
Segir að forsetinn hafi verið blekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála þessu, og Samfylkingin er nú endanlega búin að sanna það að á bakvið hana stendur fólk sem virðist engan raunverulegan áhuga hafa fyrir þjóðarhag, heldur vill bara hafa það gott sitjandi á eigin rassi, með draumsýnir sem standast engan veruleika. Einhvern veginn finnst mér að S. hafi sloppið alltof vel frá hruninu og miðað stærð flokksins er með ólíkindum hvað minna en ekkert hefur komið frá honum allan þenna tíma. Ég ætla að vona að skoðun almennings á hinum hitt þó heldur glæsilega samningi gjörbreytist ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur, þannig að hann verði kolfelldur, sérstaklega með hliðsjón af þeim fréttum sem berast að utan þar sem málstaður okkar er vonandi að styrkjast... Forsetinn tók því hárrétta ákvörðun.
kv. Jón V.
Jón V. Þorsteinsson, 7.1.2010 kl. 13:16
Þessi lög um Icesave verða kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar verður enginn, nema þessir fáu sem verða eftir S-fylkingunni, sem kjósa um neitt annað en þessi hörmungarlög stjórnarinnar og verklok samninganefndar hennar í þessu máli. Það er það sem við kjósum um. Að benda á eitthvað annað er hallærisleg pólitík sem ég átti alls ekki von á frá Ólínu Þorvarðardóttur.
Á meðan verið er að undirbúa þessa atkvæðagreiðslu á að nýta tímann og vinna að þverpolitískri lausn sem kann að reynast enn hagfelldari en allt sem nú liggur fyrir.
Helgi Kr. Sigmundsson, 7.1.2010 kl. 13:40
Það er með öllu óþolandi að horfa upp á þennan málflutning Ólínu og fleira Samfylkingarmanna sem eru að hvetja til sundrungar í stað sameiningar og samvinnu íslensku þjóðarinnar. Meira að segja henni gamli formaður Ingibjörg Sólrún getur ekki á sér setið og hvetur nú til þess að allir flokkar sameinist um að fara að stað með nýjar viðræður. Henni ofbýður sjálfsagt úrræðaleysi arftakana og þessi málflutningur. Umræðan þarf að snúast núna um málefnið en hvorki um líf núverandi ríkisstjórnar né gjörðir Forseta Íslands.
Verkefni komandi þinga verður að vinna að nýrri stjórnarskrá og þar kemur hlutverk forsetans, málskotsrétturinn, þjóðaratkvæðagreiðslur og fleira til sögunnar og verður verkefni þess tíma. Þangað til er embætti Forseta Íslands með óbreyttu sniði hvað sem mönnum finnst um þann mann sem þar situr í embætti og hans verk. Það bara kemur þessu máli ekki við og algjör tímasóun að fjalla um núna.
Jón Óskarsson, 7.1.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.