Í anda opinnar umræðu

Ólafur Ragnar Grímsson hefur tileinkað sér það sem ríkisstjórnarnefnan kallar opna og gagnsæja stjórnsýslu, en hún felst í því að leyna öllu, sem hægt er að leyna, blekkja um annað og segja ósatt, þegar það hentar.

Ólafur hefur nú steinþagað í fimm sólarhringa um hvað hann er að pukrast með staðfestingu sína eða höfnun á lögunum um að falla frá flestum fyrirvörum ríkisábyrgðarinnar á skuldum Landsbankans, en lætur nú boð út ganga um að hann ætli að opinbera hugsanir sínar í beinni fjölmiðlaútsendingu skömmu fyrir hádegið í dag.

Þar sem forsetinn er frekar gefinn fyrir athyglina, sem honum tekst að beina að sjálfum sér, þá boðar hann alla fjölmiðla veraldar í hlaðið á Bessastöðum til að hlýða á boðskapinn, en gefur samt ekkert upp um það, um hvað prédikunin á að fjalla.

Í anda opinnar umræðu neitar embættið að gefa upp, um hvað blaðamannafundurinn á að fjalla.

Svona ástand þjónar athyglissýki og lund Ólafs Ragnars best og nærir sjálfsálit hans betur en nokkuð annað.


mbl.is Beðið eftir forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi undirritar hann ekki afsögn sína með því að samþykkja laugin.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 10:02

2 identicon

Kannski bara allt í lagi að láta Breta finna fyrir biðinni, að við séum ekki þjóð sem segir já amen og tökum á okkur skuldir umhugsunarlaust.

Grétar (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Segðekki nei segðu kannski kannski kannski....var það ekki þannig lagið sem við dönsuðum við hér í den?

Einhver Ágúst, 5.1.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Allir valkostir forsetans eru slæmir en honum tekst að vanda að láta málið snúast um sig fyrst og fremst.

Hver sem niðurstaðan eftir u.þ.b. hálftíma verður, þá er ljóst að Alþingi verður að fara að setja lög um hvað þarf til þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það þarf líka að huga að því með hvaða hætti slík þjóðaratkvæðagreiðsla er framkvæmd, hvernig skilyrði fylgja henni (bindandi, ráðgefjandi og þess háttar) og huga að fleiri tæknilegum atriðum svo sem hvort þetta geti gilt um hvaða frumvarp sem er eða hvort undanskilja þarf sérstök mál eins og fjárlög svo dæmi sé nefnt.  Það er fáránlegt að í okkar lýðveldi sem orðið er rúmlega 65 ára gamalt skuli þetta ekki liggja fyrir.

Tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir á Alþingi og þau eru bæði meingölluð og sýna vel hvað Alþingsmenn eru úr takt við þjóðfélagið.

Eðlilegt í mínum huga að er að til þess að til þjóðaratkvæðagreiðslu geti komið um mál þá þurfi ákveðna blöndu af þjóðarvilja í gegnum vandaða skoðunarkönnun í formi undirskrifalista eða netkosningu og þess hversu margir þingmenn greiði atkvæði tillögu um þjóðaratkvæði varðandi ákveðin frumvörp. 

Tilraunin sem gerð var um daginn með kosningu með því að fá sérstakan aðgang í gegnum netbanka var athyglisverð og sýnir að hugmynd fyrrum forsetaframbjóðanda var nú ekki svo vitlaus eftir allt saman.

Varðandi Icesave málið þá greiða 30 þingmenn því atkvæði að málið fari í þjóðaratkvæði og rúmlega 56þúsund staðfestar undirskriftir voru á lista sem afhentur var forseta lýðveldisins.  Sá fjöldi jafngildir yfir 23% af kosningabærum einstaklingum sem jafngildir um 27% af þeim sem venjulega kjósa í Alþingskosningum.  Í mínum huga er alveg ljóst að ef lög blandaða skoðun þingmanna og þjóðarinnar sbr. lýsingu hér að ofan væru til staðar þá væru bæði þessi hlutföll (30/63 þingmanna og 23% kosningabærrra) vel yfir þeim viðmiðunarmörkum sem eðlilegt væri að setja.  Þannig hefði þetta mál farið sjálfkrafa í þjóðaratkvæði sama hvað Forseta Íslands hefði þótt.

Þeir sem horft hafa á heimildarmyndina "Guð blessi Ísland" hafa vonandi tekið eftir orðum Steingríms Joð í Kryddsíldinni á gamlaársdag 2008 rétt áður en skorið var á kapla stöðvar 2.  Þar segir hann um mótmæli utan við Hótel Borg að "þarna séu væntanlega um 7 þúsund manns og það sé nokkuð góður þverskurður af þjóðinni"   Ég myndi orða það eins og Sigmundir Ernir gerði í frægri ræðu "svo snúast menn á einu augabragði".  Ég sé ekki betur en það eigi við um Steingrím hvað þetta varðar, því ef að 7.000 manns á Austurvellir leiddir af ungliðahreyfingu Vinstri Grænna eru meiri þverskurður af þjóðinni en um 60 þúsund manns á öllum aldri úr öllum flokkum allsstaðar af landinu þá veit ég ekki við hvað á að miða.

Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 10:29

5 identicon

Skrifa undir er eina og skásta leiðin í málinu. Þetta er alveg kristal tært og mikil, sjálfsblekking að halda öðru fram. Vaknið og horfist í augu við aðstæður okkar. Við eigum enga góða alkosti en samningurinn er sá skásti. Aðrar leiðir eru bara víxlar á enn verri kjörum.

Sveinn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 10:38

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Ríkisstjórnin stendur núna frammi eingöngu fyrir tveimur valkostum.  Annar er sá að kalla þingið saman nú þegar og leggja fyrir tillögu um hvernig skuli staðið að þjóðaratkvæðagreiðslu eða að öðrum kosti að segja af sér.   Velji stjórnin að segja af sér þá opinbera þeir flokkar sem að henni standa það að hún sé í raun ófær um að endurreisa þjóðina úr hruninu og að allt tal um að mynda skjaldborg um heimilin og koma hjólum atvinnulífsins í gang hafi verið tóm blekkingin.   Ef hún velur hinn kostinn þá opinberar stjórnin það sem svo skemmtilega var orðað í fjölmiðlum í vikunni að "sterkasta aflið sé segulstálið í ráðherrastólunum". 

Það er hins vegar eina rétta sem gert er í stöðunni og eina sem vænlegt er til einhverra sátta um málið að boða þingið strax saman og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu eins fljótt og kostur er. 

Mörg mikilvæg mál bíða Alþingis og það er mjög óábyrgt að ætla ekki að boða þing saman fyrr en 26.janúar burt séð frá þeirri stöðu sem nú er komin upp. 

Þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir er afar eðlilegt að núverandi ríkisstjórn endurmeti stöðu sína og segi af sér ef niðurstaðan verður jafn afgerandi og skoðunarkannanir hafa sýnt.   Það að segja af sér núna strax væri mjög óábyrgt og myndi sína að þessum flokkum er hvorugum treystandi og ef til kosninga kæmi þá er hætt við því að þessir flokkar fengju ekki minni rassskellingu en forverar þeirra fengu í kosningum í desember 1979.  Vinstri flokkarnir Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu samtals 28 þingmenn af 60 í kosningum 1978 en féllu mjög hratt og náðu ekki fyrr en nú á þessu ári sama þingstyrk.  En eins og þá gerðist þá ráða flokkarnir illa við verkefnið.

Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 13:09

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg spurning hvort eyða eigi fé og fyrirhöfn í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þessa máls, þar sem allar skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andvíg þessum breyttu lögum.  Líklega væri einfaldast, að stjórnin gripi til sama ráðs og ríkisstjórnin árið 2004, en eftir synjun forsetans, voru fjölmiðlalögin einfaldlega numin úr gildi.

Ekki má gleyma því, að falli þessi lög úr gildi, eru lögin frá því í ágúst ennþá fullgild og það sem út af stendur með þau, er að Bretar og Hollendingar hafa ekki samþykkt þá fyrirvara, sem þá voru settir við ríkisábyrgð á greiðslusamninginn.

Bretar, Hollendingar, norðurlöndin, ESB og AGS hljóta nú að komast í skilning um það, að lengra verður ekki komist með þetta mál gagnvart íslensku þjóðinni og ef þessir aðilar hafa á annað borð áhuga á að leysa málið, þá er það á þeim grunni, sem loks var samþykktur 28. ágúst s.l.  Geri þeir það ekki, er allt málið komið í óleysanlegan hnút.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2010 kl. 13:48

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála þér Axel.   Það bæði sparar mikla fjármuni og mikinn tíma að nema lögin úr gildi. 

Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband