4.1.2010 | 16:11
Rógsherferð gegn InDefence undirskriftum
Undanfarna daga hafa ýmsir reynt að dreifa óhróðri um undirskriftasöfnun InDefence til áskorunar á forsetann að hafna staðfestingar á lögunum um afnám fyrirvaranna við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans.
Ríkisútvarpið hefur verið duglegt í fréttaflutningi af einum og einum aðila, sem segir nafn sitt hafa verið sett á listann án sinnar vitundar og ýmsir bloggarar, sem styðja þrælasamninginn, hafa verið iðnir við að gera lítið úr áskorendalistanum.
Nú birtir mbl.is frétt um eina undirskrift, sem einhver hefur sett inn á listann í leyfisleysi og verður það að teljast ansi vel í lagt, ef birta á sérstaka frétt um hvert einasta nafn, sem sama kynni að vera ástatt um.
Ekki var hægt að senda inn nema fjögur nöfn úr hverri tölvu, þannig að ekki voru miklir möguleikar á að senda önnur nöfn, en heimilismanna á hverjum stað, þó aldrei sé hægt að útiloka að óprúttnir náungar misnoti aðstöðu sína til falsana.
Ekki er ólíklegt, að slíkir aðilar komi fram núna til að rægja aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar.
Ráðuneyti skráð á lista InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er margstaðfest í skoðanakönnunum, að um 70% þjóðarinnar eru andvíg Icesave-samningunum/lögunum (sbr. stóra auglýsingu frá Andríki í Mbl. um áramótin). Þegar Steingrímur J. Sigfússon kýs að gera lítið úr þessari gríðarmiklu undirskriftasöfnun á indefence.is (sem 62.098 manns hafa þegar skrifað undir – þjóðarmet!), þá er það hreint og beint hlægilegt, þar sem firnaslöpp niðurstaða andstæðrar undirskriftasöfnunar sýnir í skýru ljósi, hve fylgislaus Steingrímur er í þessu máli meðal alþýðu manna!
Þá er það ennfremur ekki til marks um heildar-samsetningu listans á Indefence.is (sem enn er virkur), hvernig Egill Helgason lagði mat á þann lista, því að hann hefur ekki öðru úr að moða en nýjustu 100 nöfnum, sem þar sjást hverju sinni, en það eru einmitt nýju nöfnin sem síðan eru yfirfarin og grisjuð af InDefence-hópnum.
Jón Valur Jensson, 4.1.2010 kl. 16:18
Undirskriftalistar hafa alltaf og munu alltaf verða með þeim hætti að rugl slæðist með. Það gerir þennan lista ekki ómerkilegri en aðra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 16:58
Menn hafa gjörsamlega farið offari í rógsherferðinni gegn InDefence undirskrifalistanum og remst eins rjúpan við staurinn að gera allt varðandi listann tortryggilegt. Nokkrir menn hafa greinilega ekki sofið yfir þessu og endurtaka sig sí og æ og virðast helst halda að á skrifstofum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sitji menn sveittir við það að fletta upp nöfnum í þjóðskrá til að setja inn á listann. Ragnar Thorisson fór hamförum í bloggi á dv.is undir liðunum "Kampavínsklúbbur í slag" og ég hvet menn til að lesa það sem þar fór fram því það er svoleiðis með ólíkindum. Ég ákvað að láta ein skrif duga þar. Hér á blogginu hefur m.a. Páll Blöndal skrifað mikið og engum mótrökum tekið.
Listinn kann að hafa verið lítilsháttar gallaður hvað það varðar að hægt var að skrá á tímabili inn kennitölur sem ekki standast "vartölupróf" (slíkt er mjög einfalt að lagfæra), þess að hægt var að skrá inn ungt fólk sem ekki var komið með kosningarétt (auðvelt að koma í veg fyrir) og auðvitað þess að hægt var að skrifa hvaða nafn sem var ef maður var með kennitölu og nafn á hreinu (slíkt er alltaf erfitt að koma í veg fyrir). En þeir gallar sem voru á listanum tæknilegs eðlis er auðvelt að lagfæra og það hefur verið gert sem og að listinn hefur verið samkeyrður og skoðað hefur verið með fjölda á bak við hverja ip tölur, auk þess sem tortryggileg nöfn hafa verið skoðuð sérstaklega og fengnar hafa verið staðfestingar frá ákveðnum einstaklingum um að þeir hafi virkilega skráð sig. Fólk gat líka flett sjálfu sér upp og beðið um að vera tekið af listanum ef nafnið var þar án heimildar.
Það er vel þekkt varðandi lista sem áður hafa gengið og legið hafa m.a. frammi á bensínstöðvum og öðrum stöðum að þar hafa menn getað leikið sér að því að skrifa hvaða nafn sem var og þar var ekki hægt að "sannreyna" undirskriftir með sama hætti og hægt er þegar þetta er gert rafrænt.
Ekki veit ég hversu margar tölvur í eru í landinu en trúlega milli öðru hvoru megin við 400.000 og það hefði þurft gífurlega "skipulagsvinnu" ef menn hafðu átt að geta "falsað" lista með 60 þúsund manns. Ég vil því vísa allri gagnrýni og rógsherferð á hendur undirskriftalistanum beint til föðurhúsanna.
Jón Óskarsson, 5.1.2010 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.