Rassskellur sem undan svíður

Kári Stefánsson og fyrirtækið sem hann stjórnar hafa haldið uppi vörnunum gegn Covid-19 ásamt þríeykinu með skimunum fyrir veirunni og væri ástandið án vafa annað og verra en það er, hefði Kára og DeCode ekki notið við.

Þegar hættuástandi vegna veirunnar var aflýst mætti Svandís heilbrigðisráðherra á upplýsingafund þríeykisins og jós úr sér, í umboði þjóðarinnar, þakklæti til allra sem komið höfðu nálægt baráttunni við veiruna skæðu, NEMA DeCode.  

Þögn hennar um hlutverk DeCode í bardaganum við faraldurinn var æpandi og undarleg.  Ekki síður er furðulegt að Svandís skuli tilkynna að þegar flugumferð hefst á ný, að leitað yrði til DeCode um þessar skimanir.  Þetta segir hún án þess að svo mikið sem yrða á Kára, eða spyrja hvort fyrirtæki hans væri tilbúið til að annast verkið.

Það skal engan undra þó Kári segi Svandísi hrokagikk og að engin samvinna verði af hans hálfu, eða fyrirtækisins, við heilbrigðisráðuneytið á meðan hún gegnir stöðu ráðherra þar á bæ.

Það er óhætt að segja að Kári hafi rassskellt Svandísi opinberlega svo harkalega að undan hafi sviðið.

 


mbl.is Kári sagði Svandísi hrokafulla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband