Verður stofnað nýtt stéttarfélag til bjargar Icelandair?

Forstjóri Icelandair hefur gefið í skyn að náist ekki breytingar á kjarasamningum flugliða sé óvíst um vilja hluthafa og annarra til að leggja félaginu til þá hlutafjáraukningu sem nauðsynleg er til að félagið lifi af þær hremmingar sem kórónuveiran hefur sett ferðaþjónustu heimsins í og þar með Icelandair sem flggskip þeirrar íslensku.

Flugmenn og flugvirkjar hafa gert nýja samninga við félagið og þar með lagt sitt af mörkum til björgunar flugfélagsins, en nú kemur frétt um að flugfreyjur og -þjónar hafi hafnað öllum samningaumleitum félagsins og þá væntanlega sett vinnuveitanda sinn í þá hættulegu aðstöðu að ekkert verði af þeim lífgunartilraunum sem vonast var eftir að gætu dugar til endurlífgunar sjúklingsins sem kominn er í öndunarvél.

Fróðlegt verður að fylgjst með þeim ráðum sem gripið verður til og má skilja að eitt af þeim örþrifaráðum sem reynt verður að grípa til verði að stofna nýtt flugþjónafélag þrátt fyrir hótanir ASÍ um samúðarverkföll verði það gert.  Samningur við félag flugþjóna er runninn út og þar með ætti Icelandair að vera óbundið af honum og ef enginn vilji er til að endursemja um nýjan milli aðila hlýtur að vera opinn möguleiki til að semja við nýjan aðila sem áhuga hefur á þeim störfum sem um er að ræða.

Verði nýtt stéttarfélag stofnað á lögformlegan hátt er ótrúlegt annað en að samúðarverkföll annarra félaga yrðu dæmd ólögleg, enda ankannalegt að önnur félög gætu farið í slíkar aðgerðir gegn starfólki sem ynni samkvæmt löglegum kjarasamningi sem hið nýja félag myndi væntanlega gera og bera undir samþykki allra félagsmanna.

Þó verkalýðsfélög séu sterk og áhrifamikil er samt sem áður félagafrelsi í landinu og á það myndi reyna í deilu sem upp myndi spretta grípi einhver hluti starfsmanna Icelandair til þess ráðs að stofna nýtt stéttarfélag. 

 


mbl.is Icelandair: Flugfreyjur höfnuðu „lokatilboðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband