Ótrúleg ummæli Frosta um baráttuna gegn covid-19

„Mín niðurstaða er þessi: við getum alltaf komið hagkerfinu í lag aftur en við getum ekki fengið lífin til baka sem tapast." er haft eftir Frosta Sigurjónssyni, rekstrarhagfræðingi, í meðfylgjandi frétt. Ekki er þó vitað til að Frosti hafi sérstakt vit á smitsjúkdómum og faraldursfræðum, þó hann leyfi sér að setja fram slíkar hugsanir.

Þetta eru ótrúlega óprúttin ummæli, enda virðist hann gefa í skyn að hægt sé að kenna "þríeykinu" um þau líf sem tapast í baráttunni við skæðasta veirufaraldur sem geysað hefur um hnöttinn frá því að "Svarti dauði" herjaði á lönd og álfur.

Á Facebook hafa sést ótrúlega orðljótar umsagnir um "þríeykið" og sumir hafa tekið jafn djúpt í árinni og Frosti og sumir dýpra og kennt því persónulega um dauðsföll af hálfu covid-19 veirunnar.

Slík stóryrði og brigsl í garð þremenninganna, þó frá miklum minnihluta "kóvita" sé að ræða, geta orðið til að enn brenglaðra fólk taki slíkt alvarlega og gangi lengra en orðasóðarnir hefðu kannski reiknað með, eða ætlast til.

Þessir orðsins ofbeldismenn ættu að hugsa áður en þeir skrifa og muna að orðum fylgir ábyrgð, en eftir því sem fram kom í frétt Stöðvar2 í kvöld eru einhverjir rugludallar farnir að senda "þríeykinu" morðhótanir, sem væntanlega eiga upphaf í öfga- og ofbeldisskrifum.


mbl.is „Ég vil að þetta sé rætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband