Ótrúleg ummæli Frosta um baráttuna gegn covid-19

„Mín niðurstaða er þessi: við getum alltaf komið hagkerfinu í lag aftur en við getum ekki fengið lífin til baka sem tapast." er haft eftir Frosta Sigurjónssyni, rekstrarhagfræðingi, í meðfylgjandi frétt. Ekki er þó vitað til að Frosti hafi sérstakt vit á smitsjúkdómum og faraldursfræðum, þó hann leyfi sér að setja fram slíkar hugsanir.

Þetta eru ótrúlega óprúttin ummæli, enda virðist hann gefa í skyn að hægt sé að kenna "þríeykinu" um þau líf sem tapast í baráttunni við skæðasta veirufaraldur sem geysað hefur um hnöttinn frá því að "Svarti dauði" herjaði á lönd og álfur.

Á Facebook hafa sést ótrúlega orðljótar umsagnir um "þríeykið" og sumir hafa tekið jafn djúpt í árinni og Frosti og sumir dýpra og kennt því persónulega um dauðsföll af hálfu covid-19 veirunnar.

Slík stóryrði og brigsl í garð þremenninganna, þó frá miklum minnihluta "kóvita" sé að ræða, geta orðið til að enn brenglaðra fólk taki slíkt alvarlega og gangi lengra en orðasóðarnir hefðu kannski reiknað með, eða ætlast til.

Þessir orðsins ofbeldismenn ættu að hugsa áður en þeir skrifa og muna að orðum fylgir ábyrgð, en eftir því sem fram kom í frétt Stöðvar2 í kvöld eru einhverjir rugludallar farnir að senda "þríeykinu" morðhótanir, sem væntanlega eiga upphaf í öfga- og ofbeldisskrifum.


mbl.is „Ég vil að þetta sé rætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær grein.  Takk

Thin (IP-tala skráð) 6.4.2020 kl. 22:46

2 identicon

Heilbrigðisfólk og öndunarvélar eru takmörkuð auðlind sem þarf að nýta sem best fyrir samfélagið

Svíar hafa gefið út reglur um hvejir hafa forgang að heilbrigðisþjónustunni og fyrsti hópur er sá sem var heilbrigður fyrir smit

og þeim raðað eftir lífræðilegum aldri en ekki tölfræðilegum (kronologiskum)

Þetta virðist samviskulaust en er skynsamlegt þegar blasir við að öllum verður ekki bjargað - tek fram að ég er yfir 65 svo þetta eru ekki aldursfordómar

Grímur (IP-tala skráð) 7.4.2020 kl. 13:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér er lífsins ómögulegt að sjá að Frosti sé að sneiða að þríeykinu? Er hannn ekki bara að tala um framtíðina á raunsæjan hátt. 

Halldór Jónsson, 7.4.2020 kl. 13:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Ég get nú engan veginn skilið hvernig þessi og önnur ummæli Frosta geti átt við framtíðina, en ekki verið nánast árás á "þríeykið" og aðferðir þess í baráttunni við veiruna og jafnvel að gefa í skyn að þau fórni mannslífum, annað hvort viljandi eða með heimskulegum vinnubrögðum.

Fréttin endar á þessum ummælum:  „Ég myndi mjög gjarn­an vilja stein­halda kjafti og gera ekki neitt en ég sé bara að það er eng­inn að segja neitt. Það eru manns­líf í húfi,“ seg­ir hann að lok­um.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2020 kl. 18:39

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn kemur með ummæli Frosta, sem er sá allra réttlátasti og skynsamasti maður sem hefur unnið á Alþingi. Ég hef ekki fundið þetta á Facebook en aðeins þið tveir sem ég hef séð skammast yfir ummælum hans. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2020 kl. 04:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi ummæli hans eru ekki á FB, heldur koma þau fram í fréttinni sem upphaflega færslan er tengd við og í opnu bréfi hans og Ólínar til forsætisráðherra.

Ég dreg ekki í efa að Frosti sé skynsamur og þess vegna eru þessi tilvitnuðu ummæli jafnvel enn furðulegri en ef þau hefðu komið frá einhverjum minna skynsömum.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2020 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband