Trúir einhver sögum Kínverja um COVID-19?

Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefiđ í skyn ađ ţörf sé á ađ rannsaka trúverđugleika ţeirra upplýsinga sem Kínverjar hafa gefiđ á uppruna COVID-19 faraldurins, bćđi hvernig og hvar hann byrjađi.

Kínverjar eru farnir ađ dreifa ţeim falsfréttum ađ veiran hafi alls ekki átt sér uppruna í borginni Wuhan eđa Kína yfirleitt og sendiherrar ţjóđarinnar, bćđi í Svíţjóđ og á Íslandi, hafa skrifađ blađagreinar um ađ ţađ sé nánast móđgandi viđ kínversku ţjóđina ađ halda ţví fram ađ veiran hafi átt upptök sín á kínversku landsvćđi.

Miđađ viđ útbreiđslu veirunnar í öđrum löndum, sérstaklega vesturlöndum enn sem komiđ er, eru smit- og dánartölur frá hinu ofurfjölmenna kínverska ríki vćgast sagt ótrúverđugar.  Veiran kom skyndilega upp í nóvember eđa desember 2019 og kom öllum ađ óvörum og til ađ byrja međ töldu Kínverjar og WHO ađ hún smitađist ekki milli manna og vćri tiltölulega meinlaus. 

Ţessu var haldiđ fram a.m.k. langt fram eftir janúarmánuđi 2020 og ţá fyrst gripu Kínverjar til einhverra harkalegustu ađgerđa sem ţekkjast til ađ kveđa veiruna í kútinn og nú segjast ţeir nánast vera búnir ađ fría ríkiđ af ófögnuđinum.

Samkvćmt frétt í Morgunblađinu í dag hélt Merkel, Ţýskalandskanslari, blađamannafund í gćr og sagđi ţar m.a:  "Ég trúi ţví ađ ţví meira sem Kínverjar geina frá upphafi veirunnar, ţví betra sé ţađ fyrir heimsbyggđina alla til ađ lćra af ţví".

Einnig hafa Macron, Frakklandsforseti, Dominics Raabs, stađgengill forsćtisráđherra Bretlands, ásamt yfirvöldum í Ástralíu mćlst til ađ fram fari óháđ rannsókn á upphafi faraldursins og upplýsingagjöf Kínverja og WHO um ţađ mál allt.

Ţó enginn vilji koma sérstakri sök á Kínverja vegna ţessa heimsfaraldurs er lágmarkskrafa ađ ţeir segi satt og rétt frá upphafinu og hvers vegna svo lítiđ var gert úr honum í upphafi.

Ţađ hefđi getađ munađ miklu fyrir heimsbyggđina ađ fá gleggri upplýsingar strax í upphafi.

  


Bloggfćrslur 21. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband