Eru Íslendingar of kærulausir vegna kórónuveirunnar?

Samkvæmt myndum sem fylgja viðhangandi frétt taka Kínverjar veirusýkinguna skæðu föstum tökum og virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ráða niðurlögum hennar eftir mörg og afdrifarík mistök í upphafi.

Hálfgert útgöngubann hefur verið sett á í mörgum borgum Kína, þ.m.t. höfuðborgin, og í nokkrum milljónaborgum hefur íbúum verið bannað að fara út fyrir borgarmörkin og skipað að halda sig meira og minna heima hjá sér.

Hér á landi hefur umræðan um þessa stórhættulegu og bráðsmitandi veiru verið á nokkuð léttum nótum og virðist ekki vera tekin eins alvarlega og full ástæða er til að gera.

Fjöldi smitaðra í heiminum, aðallega í Kína ennþá, vex um þúsundir á dag og tugir manna látast á hverjum sólarhring, sem sýnir að þessa plágu ætti ekki að hafa í neinum flimtingum.

Vonandi berst hún aldrei til landsins og ef hún gerir það er rétt að krossa fingur og vona að heilbrigðisyfirvöld verði í stakk búin til að berjast við hana.


mbl.is Tómar götur á háannatíma í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband