Umferðarruglið í Reykjavík

„Ljóst er á tím­um lofts­lags­breyt­inga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjár­magn í fram­kvæmd­ir sem skapa aukið rými fyr­ir bílaum­ferð þar sem þær fram­kvæmd­ir munu bæði skapa aukna bílaum­ferð og auka los­un á CO2 frá sam­göng­um.“ Þetta seg­ir m.a. í bók­un full­trúa meiri­hluta­flokk­anna í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur.

Meirihlutinn í Reykjavík stenduir á því fastar en fótunum að lagning gatna í borginni leiði einungis til fjölgunar bíla og þar með umferðar.  Borgarfulltrúum dettur ekki í hug að bætt umferðarmannvirki verði til þess að greiða fyrir umferð og minnka óþarfa tafir og öngþveiti.

Einnig verður að telja undarlegt að nota losun á CO2 sem afsökun fyrir því að vilja ekki greiða fyrir bíláunferð þar sem öll þróun bílaframleiðslunnar er í átt til umhverfisvænna bíla, t.d. rafmagns- og metanknúinna.  Þáttur í þeirri þróun er bann við innflutningi bíla sems knúðir eru olíu og bensíni sesm taka á gildi innan tiltölulega fárra ára.

Umhverfisvænir bílar þurfa vegi eins og óvistvænir bílar og almenningur mun ekki hætta að nota einkabílinn í nánustu framtíð og ekki mun borgarlínan væntanlega breyta því.


mbl.is Fé ekki veitt til að auka rými fyrir bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband