Ruglaður samanburður við stórborgir

Borgaryfirvöld, sem hafa óþrjótandi hugmyndaflug í skattaálagningum, hafa nú kynnt nýjustu hugdettu sína um nýja skatta á Reykvíkinga.  Þessa flugu virðast þau hafa fengið í höfuðið í Noregi, en Óslóarborg hefur tekið upp innheimtu svokallaðra tafa- og mengunargjalda í miðborginni.

Á stórReykjavíkursvæðinu búa innan við tvöhundruðþúsund manns en á stórÓslóarsvæðinu er íbúafjöldinn um það bil ein milljón og fimmhundruðþúsund.  Líklega eru göturnar í Ósló álíka breiðar og göturnar í Reykjavík en umferðarþunginn tæplega átta sinnum meiri og því skiljanlegt að vandamál geti komið upp í umferðinni þar á álagstímum.

Í Reykjavík hefur allt verið gert sem yfirvöldum hefur komið í hug til að tefja og trufla umferð og þegar takmarki þeirra hefur verið náð um talsverðar umferðartafir á álagstímum boða þau nýja skatta á bíleigendur í þeirri von að geta þröngvað sem flestum upp í strætisvagna eða á reiðhjól.

Veðráttan í Reykjavík er ekki til þess fallin að stórauka reiðhjólamenningu og strætókerfið er svo bágborið og þjónustan léleg að ekki tekst að auka hlutfall þess af heildarumferðinni, þrátt fyrir tugmilljarða króna innspýtingu í kerfið á undanförnum árum.

Reykjavík er ekki stærri en svo að hún er eins og smábæjir í öðrum löndum og algerlega fáránlegt að líkja henni saman við stórborgir erlendis og virðist sú tilhneyging einna hels líkjast mikilmennskubrjálæði.

Til að toppa vitleysuna er boðað að þessi nýji skattur á bíleigendur skuli vera notaður til að niðurgreiða ferðakostnað þeirra sem neyddir verða til að nota strætisvagnana eftir að gatnakerfið verður endanlega eyðilagt.


mbl.is Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband