Lífeyrissjóðalaun verði jafnsett öðrum tekjum

Frá og með síðustu áramótum voru fyrstu eitthundrað þúsund krónur atvinnutekna aldraðra undanskildar skerðingum á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga, en laun aldraðra frá lífeyrissjóðum sæta hins vegar skerðingu umfram tuttuguogfimm þúsund krónum.

Laun frá lífeyrissjóðunum eru í raun ekkert annað en frestuð greiðsla á atvinnutekjum á starfsævi fólks og ættu því skilyrðislaust að hljóta nákvæmlega sömu meðferðar gagnvart skerðingum tekna frá almannatryggingum. 

Annað er hrein mismunun fyrir utan óréttlætið sem þeir verða fyrir sem ekki geta eða vilja halda áfram á vinnumarkaði efir að eftirlaunaaldri er náð.

Fjöldi þeirra sem fá laun frá lífeyrissjóðum hefur þar lítil réttindi og fjöldi manns fær innan við eitthundraðþúsund krónur á mánuði frá sínum lífeyrissjóði og þarf því að sæta ógeðfelldum skerðingum á tekjunum frá almannatryggingum, en það er einmitt fólkið sem síst ætti að sæta nokkrum einustu skerðingum á sínum tekjum.

Þetta ósamræmi almannatrygginga í skerðingum launa eldri borgara verður að leiðrétta og færa skerðingarmörk lífeyrissjóðstekna upp í eitthundraðþúsund krónur ekki seinna en um næstu áramót.


mbl.is Starfshópur fjallar um kjör aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband