Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur

Engan hittir maður eða heyrir sem ánægður er með stjórn Reykjavíkurborgar og frekar er haft á orði að um óstjórn sé að ræða undir forystu Dags B. Eggertssonar og meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata.

Þó ótrúlegt sé, fá þessir flokkar þó ennþá meirihluta atkvæða í skoðanakönnunum vegna komandi borgarstjórnarkosninga og flestir nefna Dag sem ákjósanlegasta borgarstjóraefnið, þrátt fyrir að fáir virðast þora að kannast við þessa afstöðu sína opinberlega.

Ennþá eru tveir mánuðir til kosninga og ekki veður öðru trúað en að skoðanir stórs hluta kjósenda muni snúast frá stuðningi við núverandi meirhlutaflokka í Reykjavík, enda víðtæk óánægja með stjórnleysi þeirra sem hlýtur að koma fram á ögurstundu kosningadagsins.

Haldi meirihlutinn í Reykjavík í komandi kosningum eiga vel við gömlu góðu málshættirnir "að margt sé skrýtið í kýrhausnum" og að "þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur".

 


mbl.is Mestur stuðningur við Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband